Fréttir

Floridana deildin 2. umferð – Úrslit

2. umferð Floridana deildarinnar fór fram í gær sunnudag en um 180 keppendur tóku þátt á þremur mismunandi stöðum. Boðið var uppá bæði ískalt íslenskt vatn og kom styrktaraðili deildarinnar með bílfermi af Floridana söfum handa þyrstum keppendum enda flestir í 8-9 manna deildum og margir leikir spilaðir.

Efsta deild, Kristalsdeildin fór fram á Bullseye Reykjavík og var það Grindvíkingurinn Matthías Örn Friðriksson sem sigraði félaga sinn Alexander Veigar Þorvaldsson í úrslitaleiknum 6-5 en þeir spila báðir fyrir Pílufélag Grindavíkur. Þeir áttu báðir möguleika á sigrinum í oddaleiknum en Matthías tók út D10 eftir að Alexander missti 46 fyrir leiknum.

Í Gulldeild RVK var það Grindvíkingurinn Björn Steinar Brynjólfsson sem sigraði en hann ásamt Sigga Tomm frá Pílufélag Akraness tryggðu sér sæti í Kristalsdeildinni í næstu umferð. Þeir töpuðu einungis einum leik en Björn Steinar sigraði á leggjamun.

Í Gulldeild Norðaustur var það Viðar Valdimarsson frá Píludeild Þórs sem sigraði en hann fór taplaus í gegnum alla 8 leikina. Hann var í baráttu við Óskar Jónasson um titilinn en vann innbyrðis viðureign þeirra 4-2.

Hér má síðan horfa á öll stóru útskotin í umferðinni en við afsökum hljóðleysi í sumum klippum:

Hér síðan sjá myndir af sigurvegurum allra deilda:

Matthías Örn – Kristalsdeild
Björn Steinar – Gulldeild
Viðar – Gulldeild NA
Arnar Már – Silfurdeild
Sigurður Brynjar – Silfurdield NA
Eiríkur Már – Bronsdeild
Júlíus Helgi – Bronsdeild NA
Daníel Heiðar – Kopardeild
Garðar – Kopardeild
Ingi Þór – Járndeild
Ágúst Svan – Járndeild NA
Ægir Eyfjörð – Blýdeild
Hörður – Blýdeild NA
Davíð – Áldeild
Halldór – Áldeild
Harpa Dögg – Sinkdeild
Morten – Stáldeild
Styrmir – Trédeild
Snæbjörn – Plastdeild
Ragnheiður – Pappadeild
Zdenek – Glerdeild
Einar – Gúmmídeild

Öll úrslit umferðarinnar má síðan finna með því að smella á meðfylgjandi hlekki:

Kristalsdeild

Reykjavík

Akureyri

ÍPS óskar öllum sigurvegurum og þeim sem tryggðu sig upp um deildir innilega til hamingju með árangurinn. 3. umferð Floridana deildarinnar fer síðan fram þann 10. mars næstkomandi og er skráning hafin HÉR

ipsdart

Recent Posts

Dartung 4 – Úrslit og stigameistarar 2024 krýndir.

4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…

1 dagur ago

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…

2 vikur ago

Floridana deildin – 5. umferð – Úrslit

5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…

4 vikur ago

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…

1 mánuður ago

Íslandsmótið í 301 – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í 301 en keppt…

2 mánuðir ago