Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar árið 2025.
Fyrirkomulag uppröðunnar er þannig að fyrst er leikmanni raðað útfrá því hvort hann komst upp um deild eða féll niður um deild í síðustu umferð (fyrstu 2 og síðustu 2 sæti). Þvínæst er nýjasta meðaltal leikmanns notað, þannig getur leikmaður farið upp eða niður um fleiri en eina deild.
ÍPS áskilur sér rétt á að gera breytingar á deildum ef þurfa þykir, t.d. vegna forfalla.
Deildirnar verða spilaðar á eftirtöldum stöðum.
Leikir í öllum deildum hefjast kl. 10:30 en húsin opna kl. 09:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 60 mín. fyrir upphaf allra deilda.
Spilað er 501, best af 7 leggjum í þremur efstu blönduðu deildum en best af 5 leggjum í öðrum deildum.
Sigurvegarar hverrar deildar verða krýndir að hverri umferð lokinni og fá þau að launum glæsilegan verðlaunapening. Þeir keppendur sem lenda í tveimur efstu sætum hverrar deildar tryggja sig upp um amk. eina deild og þeir keppendur sem lenda í tveimur neðstu sætum hverrar deildar í úrslitaumferðinni falla niður um amk. 1 deild.
Nánari upplýsingar og regluverk Floridana deildarinnar má sjá með því að smella HÉR
Áætluð deildarskipting – 1. umferð í PDF formi.
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…
Úrslitin í RIG réðust á laugardinn 25. janúar þar sem Hörður Guðjónsson og Sigurður Helgi…
Íslandsmót öldunga var haldið 18. janúar síðstliðin. Í karlaflokki vann Hallgrímur Egilsson (Pílukastfélagi Reykjavíkur) hann…
Karlar Konur Riðlar spilaðir Best af 5 Riðlar spilaðir Best af 3 64 manna -…