4. umferð Floridana deildarinnar fór fram síðastliðna helgi. Kristalsdeildin lagði land undir fót og var spiluð í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri og var það Alexander Veigar Þorvaldsson sem fór með sigur af hólmi eftir 6-2 sigur á Arngrími Antoni Ólafssyni í úrslitaleiknum. Karl Helgi Jónsson sigraði Edgars Kede Kedza í úrslitaleik um að halda sæti sínu í deildinni 6-4. Í Gulldeild RVK voru það Árni Ágúst Daníelsson og Guðjón Hauksson sem tryggðu sér sæti í Kristalsdeildinni í næstu umferð ásamt Óskari Jónassyni sem sigraði Gulldeild Norð-austur.
Hér fyrir neðan má finna öll úrslit og myndir af sigurvegurum hverrar deildar fyrir sig. Fréttin verður uppfærð eftir því sem myndir af sigurvegurum berast ÍPS.
ÍPS óskar sigurvegurum innilega til hamingju og þakkar kærlega þeim sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt. Fimmta umferð Floridana deildarinnar verður síðan haldin þann 20. október og fer skráning af stað í byrjun október. Næsta mót ÍPS er Íslandsmótið í 301 en spilað verður í ár í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri og er skráning hafin!
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…