4. umferð Floridana deildarinnar fór fram síðastliðna helgi. Kristalsdeildin lagði land undir fót og var spiluð í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri og var það Alexander Veigar Þorvaldsson sem fór með sigur af hólmi eftir 6-2 sigur á Arngrími Antoni Ólafssyni í úrslitaleiknum. Karl Helgi Jónsson sigraði Edgars Kede Kedza í úrslitaleik um að halda sæti sínu í deildinni 6-4. Í Gulldeild RVK voru það Árni Ágúst Daníelsson og Guðjón Hauksson sem tryggðu sér sæti í Kristalsdeildinni í næstu umferð ásamt Óskari Jónassyni sem sigraði Gulldeild Norð-austur.
Hér fyrir neðan má finna öll úrslit og myndir af sigurvegurum hverrar deildar fyrir sig. Fréttin verður uppfærð eftir því sem myndir af sigurvegurum berast ÍPS.
ÍPS óskar sigurvegurum innilega til hamingju og þakkar kærlega þeim sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt. Fimmta umferð Floridana deildarinnar verður síðan haldin þann 20. október og fer skráning af stað í byrjun október. Næsta mót ÍPS er Íslandsmótið í 301 en spilað verður í ár í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri og er skráning hafin!
Villa fannst á skráningarforminu fyrir Íslandsmót ungmenna í flokki U23 bæði í karla og kvennaflokki…
Grand Prix 2025 var haldið laugardaginn 17. maí í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2. 39…
Stjórn ÍPS vill minna á að skráning á íslandsmót ungmenna í 501 er í fullum…
Stjórn ÍPS vill minna á Grand Prix 2025 sem haldið verður laugardaginn 17. Maí í…
Haraldur Birgisson (Halli Birgis) unglingalandsliðsþjálfari hefur nú valið U-18 landslið drengja og stúlkna sem mun…
Íslandsmót ungmenna 2025 í 501 verður haldið 24.maí á Bullseye, Snorrabraut Húsið opnar kl 10:00…