4. umferð Floridana deildarinnar fór fram síðastliðna helgi. Kristalsdeildin lagði land undir fót og var spiluð í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri og var það Alexander Veigar Þorvaldsson sem fór með sigur af hólmi eftir 6-2 sigur á Arngrími Antoni Ólafssyni í úrslitaleiknum. Karl Helgi Jónsson sigraði Edgars Kede Kedza í úrslitaleik um að halda sæti sínu í deildinni 6-4. Í Gulldeild RVK voru það Árni Ágúst Daníelsson og Guðjón Hauksson sem tryggðu sér sæti í Kristalsdeildinni í næstu umferð ásamt Óskari Jónassyni sem sigraði Gulldeild Norð-austur.
Hér fyrir neðan má finna öll úrslit og myndir af sigurvegurum hverrar deildar fyrir sig. Fréttin verður uppfærð eftir því sem myndir af sigurvegurum berast ÍPS.
ÍPS óskar sigurvegurum innilega til hamingju og þakkar kærlega þeim sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt. Fimmta umferð Floridana deildarinnar verður síðan haldin þann 20. október og fer skráning af stað í byrjun október. Næsta mót ÍPS er Íslandsmótið í 301 en spilað verður í ár í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri og er skráning hafin!
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…