5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri síðastliðinn sunnudag. Í Kristalsdeild var það Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur sem sigraði Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs í úrslitaleiknum 6-4.
Í Gulldeild RVK var það Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur sem sigraði Atla Kolbein Atlason frá Pílufélagi Grindavíkur/Selfoss 6-3 í úrslitaleiknum
Í Gulldeild NA var það Viðar Valdimarsson frá Píludeild Þórs sem sigraði Friðrik Gunnarsson einnig úr Píludeild Þórs 6-5 í úrslitaleiknum en báðir áttu pílur fyrir sigrinum í oddaleggnum.
Hér fyrir neðan má síðan sjá úrslit allra deilda. Ef þú ert að skoða í síma þá gætir þú þurft að skruna til hægri til að sjá allar deildir.
Hér má síðan finna myndir af öllum sigurvegurum mismunandi deilda. Stjórn ÍPS óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn og minnir á að 1. umferð Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fer fram á Sviðinu Selfossi laugardagskvöldið 26. október. Miðasala er í fullum gangi og hægt er að kaupa miða HÉR
Íslandsmótið í tvímenning 501 verður síðan haldið sunnudaginn 3. nóvember á Bullseye. Skráning er hafin og hægt er að skrá sig HÉR
Einnig er skráning hafin í 6. og síðustu Floridana umferð árins 2024 hafin. Í RVK verður spilað laugardaginn 9. nóvember en á Akureyri sunnudaginn 10. nóvember. Skráning er hafin og hægt er að skrá sig HÉR
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…