Categories: Fréttir

Floridana deildin NA – 1. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025.

Fyrirkomulag uppröðunnar er þannig að fyrst er leikmanni raðað útfrá því hvort hann komst upp um deild eða féll niður um deild í síðustu umferð (fyrstu 2 og síðustu 2 sæti). Þvínæst er nýjasta meðaltal leikmanns notað, þannig getur leikmaður farið upp eða niður um fleiri en eina deild.

ÍPS áskilur sér rétt á að gera breytingar á deildum ef þurfa þykir, t.d. vegna forfalla.

Deildirnar verða spilaðar á eftirtöldum stöðum.

  1. Akureyri – Aðstöðu Píludeild Þórs
    Gulldeildir karla og kvenna
    Silfurdeild
    Blýdeild
    Áldeild
    Sinkdeild
  2. Dalvík – Aðstöðu Pílufélags Dalvíkur
    Bronsdeild
    Kopardeild
    Járndeild

Leikir í öllum deildum hefjast kl. 10:30 en húsin opna kl. 09:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 60 mín. fyrir upphaf allra deilda.

Spilað er 501, best af 7 leggjum í þremur efstu blönduðu deildum en best af 5 leggjum í öðrum deildum. 

Sigurvegarar hverrar deildar verða krýndir að hverri umferð lokinni og fá þau að launum glæsilegan verðlaunapening. Þeir keppendur sem lenda í tveimur efstu sætum hverrar deildar tryggja sig upp um amk. eina deild og þeir keppendur sem lenda í tveimur neðstu sætum hverrar deildar í úrslitaumferðinni falla niður um amk. 1 deild.

Það er einnig glæsileg skráning í Gulldeild kvenna NA og þar verða spilaðir tveir fimm manna riðlar og fara 4 efstu spilararnir í efri útslátt (8 manna) og spilað er er eins og Gulldeild karla. Þær konur sem lenda í fimmta sæti í hvorum riðli fara í neðri útslátt og geta átt hættu að falla um deild í næstu umferð ef aukning verður á skráningu í kvennadeildundum. Haft verður til hliðsjónar reglur Floridanadeildarinnar í næstu umferð tengt niðurröðun í deildir.

ipsdart_is

Share
Published by
ipsdart_is

Recent Posts

Úrtakshópur landsliðs 2025 Suður-Kórea

Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…

4 dagar ago

Floridana 1. umferð 2025

Við minnum ykkur á að keppt er bæði í PFR og Bullseye. Deildir sem eru…

1 vika ago

Floridana kvennadeildir (RVK og NA-deild)

ÍPS byrjar aftur með kvennadeildir í Floridana mótaröðinni. Á nýju ári ákváðum við að byrja…

1 vika ago

Floridana deildin RVK – 1. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

1 vika ago

ÍPS auglýsir eftir þjálfara í unglingalandsliðin. (U18 – Drengir og stúlkur)

ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…

1 mánuður ago