ÍPS byrjar aftur með kvennadeildir í Floridana mótaröðinni.
Á nýju ári ákváðum við að byrja aftur með kvennadeild og er greinilega áhuginn mikill á því þar sem metþáttaka er hjá konum í Floridana deildinni í 1. umferðinni.
Haft er til hliðsjónar upplýsingar og regluverk Floridana deildanna við fyrirkomulag og skipulag kvennadeildanna. Á meðan við erum að þróa kvennadeildirnar og óvissa er um fjölda kvenna sem munu taka þátt, þá áskilur ÍPS sér þann rétt að breyta fyrirkomulagi, regluverki og stigasöfnun eins og þörf er á með hagsmuni kvennapílunnar á Íslandi að leiðarljósi.
Það er von okkar að efla og breiða út enn frekar kvennapílu á Íslandi og er tilkoma Floridana kvennadeilda einn liður í þessar vegferð okkar.
Það er metþáttaka í 1. Umferð kvennadeildarinnar í RVK (21 konur) sem er frábært. Við ætlum að byrja á svipuðu fyrirkomulagi í RVK og er í Gull og Silfurdeild hjá blönduðu deildunum.
Hér eru nánari upplýsingar um stigasöfnun kvenna og fyrirkomulag á kvennadeildunum. Við erum að byrja á einhverju nýju og við munum þróa þetta á sambærilegan hátt og var gert með blönduðu Floridana deildirnar.
Fyrsta píluþingi ÍPS lauk í gær um 16:00 en þetta var í fyrsta skipti sem…
ÍPS réði Harald Birgisson sem U18 landsliðsþjálfara í dag. Haraldur eða Halli Birgis. eins og…
Sæl kæru félagsmenn/konur og annað píluáhugafólk. Næstkomandi laugardag 8. mars verður haldið Píluþing ÍPS í…
Önnur og þriðja umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík, aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur og…
Um Íslandsmótið 2025 Íslandsmót 501 í pílukasti verður haldið á Bullseye laugardaginn 15. mars (einmenningur)…