Forseti Íslenska pílukastsambandsins, Ólafur Björn Guðmundsson, hefur ákveðið að segja af sér formennsku sambandsins. Ólafur hefur verið forseti ÍPS frá ársbyrjun 2018 en í yfirlýsingu sem stjórn ÍPS barst segir:
Kæru pílukastarar,
Vegna hugsanlegra hagsmunaárekstra hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem forseti ÍPS. Ég er afskaplega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem ég hef notið seinustu ár. Ný stjórn mun án efa gera frábæra hluti fyrir pílukast á Íslandi og óska ég þeim alls hins besta.
Virðingarfyllst,
Ólafur Björn Guðmundsson
Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…