Fréttir

Framtíð Stjórnar og Aðalfundargerð 2024

Fundargerð Aðalfundar ÍPS 2024

  • Samþykkt var að hækka árgjaldið til ÍPS um 1.000kr og verður því 5.000kr fyrir hvern greiddan aðildarmeðlim árið 2025.
  • Kynntar voru uppfærðar og skipulagðari Keppnis og Mótareglur sem taka gildi samstundis á öllum mótum ÍPS og hvetjum öll til að kynna sér.
  • Ný og ítarlegri Lög ÍPS sem legið höfðu fyrir voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en gildistöku þeirra var frestað þar sem Aðalfundi var frestað því ekki hefur tekist að fullmanna stjórn.
  • Matthías Örn sem sinnt hefur starfi formanns gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa enda staðið sína plikt í fjögur ár. Auk þess hafa aðstæður hans breyst til muna eins og annarra Grindavíkinga. Færum við honum bestu þakkir fyrir sín störf í þágu ÍPS.
  • Staðan er því svo að einungis hefur tekist að fylla upp í þremur af sjö stjórnarsætum.

Fundurinn sjálfur gekk mjög vel en því miður reynist erfitt að fá fólk í stjórn. Ábending kom um að mögulega veit fólk ekki hvað felst í störfum stjórnar, eða þá sérstaklega formanns.

Boða þarf því aftur, enn eitt árið, til framhalds Aðalfundar til þess að manna í störf stjórnar!!!

Dagsetning verður kynnt síðar.

Störf Stjórnar

Stór partur af stjórnarstörfum fer í utanumhald og skipulagningu móta. Halda utanum skráningar, hverjir hafa greitt, hverjir vilja nýta inneignir, senda tölvupóst á DartConnect og biðja um uppsetningu móta. Þegar að skráningu lýkur þarf síðan raða í deildir ef um er að ræða Flóridana deildina, mögulega þarf að seeda einsog í RIG eða Íslandsmót í 501.

Í vinnslu eru verkefni sem er hugsuð til þess að létta undir með stjórn einsog með greiðslugátt fyrir Dart.is svo að fólk geti ekki skráð sig nema greiða strax í mót, útbúa inneignarkerfi svo fólk geti einnig greitt rafrænt með inneignum. Það mun fría upp helling af “mental-load” er snýr að utanum haldi skráninga og greiðslna losa stjórn undan fargani af tölvupóstum sem fylgjast þarf með vegna millifærslna eða beiðna um nýtingu inneigna.

Við reynum að skipta með okkur verkum, kaupa og sækja verðlaun, skrifa skráningarfréttir og birta úrslit móta, raða í deildir og riðla fyrir mót eða biðja Helga Pjetur um að úbúta grafík og framsetningu fyrir skipulag móta eða frétta.

Hægt er að skoða fundargerðir síðasta árs með því að smella HÉR

Hvað er framundan?

Stærstu verkefnin sem takast þarf á við á þessu ári eru skipulagning og undirbúningur Nordic Cup sem og vinna áfram að innleiðingu ÍPS inn í ÍSÍ og fá aðildarfélögin til þess að sækja um í sín héraðssambönd eða Íþróttabandalög. ÍPS verður 40ára á næsta ári og því væri það svo sannarlega frábært fyrir félagið að vera samþykkt inn í ÍSÍ á því stórafmælis ári.

Einnig á eftir að ræða við Stöð 2 varðandi áframhaldandi samstarfs og útfærslu á Úrvalsdeildinni. Markmiðið er samt ávallt gera Píluna að stærri og öflugri hreyfingu og vinna með hag Pílukastara fyrir brjósti.

Innan raða ÍPS er fjöldinn allur af hæfileikaríku fólki með ýmiskonar þekkingu og kunnáttu í hinum ýmsu málum og því vil ég hvetja ykkur öll sömul til þess að leita inann ykkar aðildarfélaga hvort ekki sé að finna einstaklinga sem tilbúnir séu í að vinna áfram að góðri vegferð Íslensks Pílukasts.

Magnús Gunnlaugsson

-Ritari ÍPS

Magnús Gunnlaugsson

Recent Posts

ÍPS auglýsir eftir þjálfara í unglingalandsliðin. (U18 – Drengir og stúlkur)

ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…

4 vikur ago

Úrvalsdeildin í pílukasti – Línur skýrast

Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…

1 mánuður ago

Floridana deildin – 6. umferð – Úrslit

Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…

1 mánuður ago

Floridana deildin – 6. umferð – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…

1 mánuður ago

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

1 mánuður ago