Fyrsta píluþingi ÍPS lauk í gær um 16:00 en þetta var í fyrsta skipti sem píluþing var haldið samkvæmt nýju lögum ÍPS sem var samþykkt á framhaldsaðalfundi í ágúst 2024.
Þingið gekk vel fyrir sig og var gaman að upplifa jákvæðnina og áhugasama þingfulltrúa sem komu saman til að vinna að enn frekari eflingu pílukasts á Íslandi.
Það sem stóð upp úr við þingstörfin var að ný öflug stjórn var kosin og við óskum henni til hamingju og vitum að þau munu ásamt okkur öllum hinum vinna að heilum hug við að efla enn frekar pílukast á Íslandi í náinni framtíð.
Stjórnin kemur frá fjórum aðildarfélögum, tvö af höfuðborgarsvæðinu (PFR og PFH) og og tvö af landsbyggðinni (Pílukastfélag Skagafjarðar og Píludeild Skallagríms.)
Formaður – Hilmar Þór Hönnuson (Pílukastfélag Reykjavíkur)
Varaformaður – Sumarliði Árnason (Pílukastfélag Reykjavíkur)
Gjaldkeri – Viktoría Ósk Daðadóttir (Pílufélag Hafnarfjarðar)
Ritari – Guðmundur Gunnarsson (Pílufélag Hafnarfjarðar)
Meðstjórnandi – Gunnar Bragi Jónasson – (Píludeild Skallagríms)
Meðstjórnandi – Júlíus Helgi Bjarnason (Pílukastfélag Skagafjarðar)
Það kemur nánar um píluþingið og þær lagabreytingar sem voru gerðar á lögunum fljótlega hér inn.
Áfram píla – Sjáumst á línunni
Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…
The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…
Finally the day has arrived and we are proud to present the schedule for the…
Í langan tíma hefur verið rökræður meðal keppenda um fatareglur á mótum og reglur óskýrar,…
Vegna breyttra forsendra hefur Barna- og unglingaráð í samráði við stjórn ÍPS ákveðið að færa…