Aðal

Halli Birgis & Helgi Pjetur og Ingibjörg & Kitta Íslandsmeistarar í Cricket tvímenning 2023

Íslandsmótið í Cricket tvímenning fór fram í Píluaðstöðu Þórs á Akureyri í dag. Í karlaflokki sigruðu þeir Haraldur Birgisson og Helgi Pjetur úr PFH. Í kvennaflokki sigruðu þær Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH) og Kitta Einarsdóttir (PR).

Haraldur og Helgi sigruðu Óskar Jónasson og Edgars Kede Kedza úr Þór í úrslitaleik 6-0. Ingibjörg og Kitta sigruðu Brynju Herborgu og Söru Heimisdóttur úr PFH í úrslitaleik 6-3.

Í 3.-4. sæti í karlaflokki voru feðgarnir Þorvaldur Sæmundsson & Alexander Veigar úr PG og svo Hólmar Árnason og Arngrímur Anton úr PR. Í 3. – 4. sæti kvenna voru þær Kolbrún Gígja Einarsdóttir og Dóra Óskarsdóttir úr Þór og svo Steinunn Dagný Ingvarsdóttir og Sandra Dögg Guðlaugsdóttir.

Fleiri myndir og nánari umfjöllun væntanleg eftir einmenningsmótið á morgun.

Helgi Pjetur

Recent Posts

Floridana deildin 2025 – 1. umferð – Úrslit

Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…

8 klukkustundir ago

Íslandsmót unglinga – U23 – U18 – U14

Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…

5 dagar ago

Floridana deildin NA – 1. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

1 vika ago

Úrtakshópur landsliðs 2025 Suður-Kórea

Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…

2 vikur ago