Aðal

Halli Birgis & Helgi Pjetur og Ingibjörg & Kitta Íslandsmeistarar í Cricket tvímenning 2023

Íslandsmótið í Cricket tvímenning fór fram í Píluaðstöðu Þórs á Akureyri í dag. Í karlaflokki sigruðu þeir Haraldur Birgisson og Helgi Pjetur úr PFH. Í kvennaflokki sigruðu þær Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH) og Kitta Einarsdóttir (PR).

Haraldur og Helgi sigruðu Óskar Jónasson og Edgars Kede Kedza úr Þór í úrslitaleik 6-0. Ingibjörg og Kitta sigruðu Brynju Herborgu og Söru Heimisdóttur úr PFH í úrslitaleik 6-3.

Í 3.-4. sæti í karlaflokki voru feðgarnir Þorvaldur Sæmundsson & Alexander Veigar úr PG og svo Hólmar Árnason og Arngrímur Anton úr PR. Í 3. – 4. sæti kvenna voru þær Kolbrún Gígja Einarsdóttir og Dóra Óskarsdóttir úr Þór og svo Steinunn Dagný Ingvarsdóttir og Sandra Dögg Guðlaugsdóttir.

Fleiri myndir og nánari umfjöllun væntanleg eftir einmenningsmótið á morgun.

Helgi Pjetur

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

12 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago