Aðal

Halli Birgis & Helgi Pjetur og Ingibjörg & Kitta Íslandsmeistarar í Cricket tvímenning 2023

Íslandsmótið í Cricket tvímenning fór fram í Píluaðstöðu Þórs á Akureyri í dag. Í karlaflokki sigruðu þeir Haraldur Birgisson og Helgi Pjetur úr PFH. Í kvennaflokki sigruðu þær Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH) og Kitta Einarsdóttir (PR).

Haraldur og Helgi sigruðu Óskar Jónasson og Edgars Kede Kedza úr Þór í úrslitaleik 6-0. Ingibjörg og Kitta sigruðu Brynju Herborgu og Söru Heimisdóttur úr PFH í úrslitaleik 6-3.

Í 3.-4. sæti í karlaflokki voru feðgarnir Þorvaldur Sæmundsson & Alexander Veigar úr PG og svo Hólmar Árnason og Arngrímur Anton úr PR. Í 3. – 4. sæti kvenna voru þær Kolbrún Gígja Einarsdóttir og Dóra Óskarsdóttir úr Þór og svo Steinunn Dagný Ingvarsdóttir og Sandra Dögg Guðlaugsdóttir.

Fleiri myndir og nánari umfjöllun væntanleg eftir einmenningsmótið á morgun.

Helgi Pjetur

Recent Posts

Skrifarar óskast á Nordic Cup 2024

Nú er rétt rúmur mánuður í að Norðurlandamót WDF verði haldið á Íslandi en mótið…

5 dagar ago

Information for Iceland Open/Masters

Dear Participant We look forward to see you at the Icelandic Open/Masters tournament that will…

2 vikur ago

Upplýsingar fyrir Iceland Open/Master

Kæri Keppandi Við hlökkum til að sjá þig Iceland Open/Masters sem fram fer á Bullseye…

2 vikur ago

Iceland Open / Masters : Live streams

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Iceland Open og Iceland Masters…

2 vikur ago

DartUng 2 – Úrslit

2. umferð DartUng mótaraðarinnar, sem er í samvinnu með PingPong.is, fór fram í aðstöðu Píludeildar…

3 vikur ago