Categories: Fréttir

Heimsmeistaramót WDF 2019

Landslið Íslands í pílukasti mun keppa á Heimsmeistaramóti WDF (World Darts Federation) í Rúmeníu í næsta mánuði en yfir 50 lönd taka þátt. Mótið fer fram dagana 7.-12. október og keppt verður í einmenning, tvímenning og liðakeppni en 8 manns ásamt landsliðsþjálfara munu taka þátt fyrir Íslands hönd. Landslið Íslands á þessu móti er eftirfarandi:

Vitor Charrua – Pílukastfélag Reykjavíkur
Hallgrímur Egilsson – Pílukastfélag Reykjavíkur
Pétur Rúðrik Guðmundsson – Pílufélag Grindavíkur
Páll Árni Pétursson – Pílufélag Grindavíkur
Ingibjörg Magnúsdóttir – Pílukastfélag Reykjavíkur
Petrea Kr Friðriksdóttir – Pílukastfélag Reykjavíkur
Diljá Tara Helgadóttir – Pílukastfélag Reykjavíkur
Guðrún Þórðardóttir – Píludeild Þórs
Þjálfari: Vignir Sigurðsson

Í gær fór drátturinn fram og Ísland lenti í riðli með Kanada, Írlandi og Hong Kong í karlaflokki og Tékklandi og Þýskalandi í kvennaflokki. Einnig var dregið í einmenning en þar er spilaður beinn útsláttur og vinna þarf 4 leggi til að komast áfram í næstu umferð:

Páll Árni Pétursson VS Aigars Strelis frá Lettlandi
Vitor Charrua VS Keith Way frá Kanada eða Dyson Parody frá Gíbraltar
Hallgrímur Egilsson VS Alan Small frá Skotlandi
Pétur Rúðrik Guðmundsson VS Oliver Ferenc frá Serbíu
Guðrún Þórðardóttir VS Henriette Honoré frá Danmörku
Diljá Tara Helgadóttir VS Maria O´Brien frá Englandi
Petrea Kr Friðriksdóttir VS Loli Cascales frá Katalóníu
Ingibjörg Magnúsdóttir VS Mayumi Ouchi frá Japan eða Susianne Hagvall frá Svíþjóð

Einnig var dregið í tvímenning en einnig þarf að vinna 4 leggi til að komast áfram í næstu umferð:

Charrua/Egilsson VS Zatko/Beno frá Slóvakíu
Guðmundsson/Pétursson VS Lane/Bradley frá Isle of Man
Magnúsdóttir/Friðriksdóttir VS Simonsen/Hauen frá Noregi eða Taylor/Clercq frá Jersey
Þórðardóttir/Helgadóttir VS Frison/Julien frá Frakklandi

Dart.is náði tali á Vigni Sigurðssyni landsliðsþjálfari og ræddi við hann um undirbúning fyrir mótið og væntingar.

Undirbúningur hefur gengið ágætlega. Reglulegar æfingar liðsins hafa verið í allt sumar, ca tvisvar í mánuði síðan 3.júní. Það hefur líka hjálpað mikið til við undirbúning hversu mikið hefur verið um að vera í pílukasti á Íslandi undanfarin misseri. Lengjubikarinn, Stigamót, PDC Nordic/Baltic mótið í ágúst og fleiri atburðir. Við höfum lagt á það áherslu að liðsmenn nýti þessi mót sem hluti af undirbúningi. Mjög misjafnt hve landsliðsmönnum hefur gengið í þessum mótum en aðalmálið er að ná að toppa í Rúmeníu í október. Andinn í hópnum er virkilega góður.

Þróunin hér á Íslandi varðandi pílukast er jákvæð að mörgu leyti. Almennur áhugi á íþróttinni er að aukast mikið, aðstaða að batna og iðkendum fer fjölgandi. Gæði pílukasts á heimsvísu er að aukast gífurlega mikið og hratt. Andstæðingar okkar eru margir hverjir ógnarsterkir spilarar en í pílukasti gildir að vera með gott sjálfstraust og mæta í hvern einasta leik með rétt hugarfar.

ipsdart

Recent Posts

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

1 klukkustund ago

Dartung 4 – Úrslit og stigameistarar 2024 krýndir.

4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…

2 dagar ago

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…

2 vikur ago

Floridana deildin – 5. umferð – Úrslit

5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…

1 mánuður ago

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…

1 mánuður ago