Íslenska Pílukastsambandið hefur valið pílukastara ársins 2022 og voru þau Ingibjörg Magnúsdóttir úr PFH og Matthías Örn Friðriksson úr PG sem hlutu tilnefninguna í ár. Viðurkenningar verða veittar eftir aðalfund ÍPS sem fram fer þann 5. janúar 2023 en að því loknu verður boðið uppá einstaklingsmót í 501 þar sem vegleg verðlaun verða í boði ÍPS. Hvetjum við því alla til að mæta á aðalfundinn, hafa áhrif á framtíð sambandsins og kasta pílu á nýju ári.
Ingibjörg Magnúsdóttir varð Íslandsmeistari kvenna í pílukasti á þessu ári (501 og Cricket) og sigraði 2 umferðir í NOVIS deild kvenna og sigraði einnig bronsdeild karla í ágúst. Hún sigraði einnig FitnessSport meistaramót í 501 og 301 tvímenning kvenna. Hún var einnig valin í landslið Íslands í pílukasti og spilaði bæði á Norðurlandamóti WDF og Evrópumóti WDF.
Matthías Örn varð Íslandsmeistari karla í pílukasti á þessu ári og sigraði 2 umferðir í Gulldeild NOVIS deildarinnar í pílukasti. Hann sigraði einnig FitnessSport meistaramótið í 501 tvímenning. Hann var einnig valinn í landslið Íslands sem tók þátt á Norðurlandsmóti WDF. Hann varð einnig efsti Íslendingurinn á stigalista Norðurlandsmótaraðar PDC Nordic og Baltic og varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt á stórmóti PDC en hann mætti núverandi heimsmeistara Peter Wright í júní. Hann var einnig valinn til að taka þátt í Úrvalsdeildinni í pílukasti og í lok árs varð hann Íslandsmeistari félagsliða með Pílufélagi Grindavíkur þar sem hann sigraði bæði einmenning og tvímenning í því móti.
ÍPS óskar bæði Ingibjörgu og Matthíasi innilega til hamingju með viðurkenninguna og óskar öllum pílukösturum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…