Fréttir

Ingibjörg og Matthías Örn pílukastarar ársins 2022

Íslenska Pílukastsambandið hefur valið pílukastara ársins 2022 og voru þau Ingibjörg Magnúsdóttir úr PFH og Matthías Örn Friðriksson úr PG sem hlutu tilnefninguna í ár. Viðurkenningar verða veittar eftir aðalfund ÍPS sem fram fer þann 5. janúar 2023 en að því loknu verður boðið uppá einstaklingsmót í 501 þar sem vegleg verðlaun verða í boði ÍPS. Hvetjum við því alla til að mæta á aðalfundinn, hafa áhrif á framtíð sambandsins og kasta pílu á nýju ári.

Ingibjörg Magnúsdóttir varð Íslandsmeistari kvenna í pílukasti á þessu ári (501 og Cricket) og sigraði 2 umferðir í NOVIS deild kvenna og sigraði einnig bronsdeild karla í ágúst. Hún sigraði einnig FitnessSport meistaramót í 501 og 301 tvímenning kvenna. Hún var einnig valin í landslið Íslands í pílukasti og spilaði bæði á Norðurlandamóti WDF og Evrópumóti WDF.

Matthías Örn varð Íslandsmeistari karla í pílukasti á þessu ári og sigraði 2 umferðir í Gulldeild NOVIS deildarinnar í pílukasti. Hann sigraði einnig FitnessSport meistaramótið í 501 tvímenning. Hann var einnig valinn í landslið Íslands sem tók þátt á Norðurlandsmóti WDF. Hann varð einnig efsti Íslendingurinn á stigalista Norðurlandsmótaraðar PDC Nordic og Baltic og varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt á stórmóti PDC en hann mætti núverandi heimsmeistara Peter Wright í júní. Hann var einnig valinn til að taka þátt í Úrvalsdeildinni í pílukasti og í lok árs varð hann Íslandsmeistari félagsliða með Pílufélagi Grindavíkur þar sem hann sigraði bæði einmenning og tvímenning í því móti.

ÍPS óskar bæði Ingibjörgu og Matthíasi innilega til hamingju með viðurkenninguna og óskar öllum pílukösturum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Matthías Örn og Ingibjörg, pílukastarar ársins 2022
ipsdart

Recent Posts

Íslandsmót ungmenna Íslandsmót ungmenna (501) U23-U18-U14 – Áminning

Stjórn ÍPS vill minna á að skráning á íslandsmót ungmenna í 501 er í fullum…

4 dagar ago

Grand Prix 2025 – Áminning/tilkynning

Stjórn ÍPS vill minna á Grand Prix 2025 sem haldið verður laugardaginn 17. Maí í…

6 dagar ago

Val á U-18 ára landsliði Íslands

Haraldur Birgisson (Halli Birgis) unglingalandsliðsþjálfari hefur nú valið U-18 landslið drengja og stúlkna sem mun…

1 vika ago

Íslandsmót ungmenna (501) U23-U18-U14 – Opið fyrir skráningu

Íslandsmót ungmenna 2025 í 501 verður haldið 24.maí á Bullseye, Snorrabraut Húsið opnar kl 10:00…

2 vikur ago

Dartung 2 – Úrslit

Önnur umferðin í Dartung var haldið þann 3 maí í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. 40 börn…

2 vikur ago

Grand Prix 2025 – Opið fyrir skráningu

Búið er að opna fyrir skráningu á Grand Prix 2025 sem verður haldið 17. Maí…

2 vikur ago