Hátt í 200 manns tóku þátt í 1. umferð ÍPS deildarinnar sem haldin var á Bullseye og í aðstöðu Píludeildar Þórs á sunnudaginn og var þetta stærsta mót sem ÍPS hefur haldið frá því það var stofnað. Samtals var keppt í 24 deildum, 16 í RVK og 8 á Akureyri og ljóst er að íþróttin heldur áfram að vaxa og dafna.
Nýtt fyrirkomulag efstu deildar var kynnt og ný deild, Kristalsdeildin, leit dagsins ljós en þar keppa 12 bestu pílukastarar landsins hverju sinni þar sem útsláttarfyrirkomulag var prófað eftir leiki í riðlakeppni og tókst það með ágætum. Líklegt þykir að gulldeildir RVK og NA fá sama fyrirkomulag en stjórn ÍPS mun koma saman á næstu dögum og ákveða hvort það verði sett á fyrir 2. umferð.
Sigurvegari Kristalsdeildar var Grindvíkingurinn Alexander Þorvaldsson sem sigraði Harald Birgisson úr PFK 6-0 í úrslitaleiknum. Alexander var með hæsta meðatal allra, 75,69 og átti 117 sem hæsta útskot.
Á Akureyri var það Vopnfirðingurinn Dilyan Kolev sem kom sá og sigraði Gulldeild NA og er því búinn að tryggja sér sæti í Kristalsdeild í 2. umferð. Hann var í harðri baráttu við Skagfirðinginn Arnar Geir Hjartarson og Þórsarann Óskar Jónasson um sigurinn og endaði Dilyan með 7 sigra af 8 og dugði það honum til sigurs í deildinni. Dilyan var með hæsta meðaltal allra í NA hluta deildarinnar, 65,13 og átti 106 sem hæsta útskot. Við fengum þó 170 útskot frá Ágústi Erni Vilbergssyni en því miður var það ekki í beinni útsendingu.
Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir af sigurvegurum allra deilda og óskar ÍPS þeim innilega til hamingju með árangurinn. Næst á dagskrá ÍPS er Íslandsmót 50+ á laugardaginn og RIG 2024 verður síðan dagana 26.-27. janúar.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…