Fréttir

ÍPS deildin – 1. umf 2024 – Úrslit

Hátt í 200 manns tóku þátt í 1. umferð ÍPS deildarinnar sem haldin var á Bullseye og í aðstöðu Píludeildar Þórs á sunnudaginn og var þetta stærsta mót sem ÍPS hefur haldið frá því það var stofnað. Samtals var keppt í 24 deildum, 16 í RVK og 8 á Akureyri og ljóst er að íþróttin heldur áfram að vaxa og dafna.

Nýtt fyrirkomulag efstu deildar var kynnt og ný deild, Kristalsdeildin, leit dagsins ljós en þar keppa 12 bestu pílukastarar landsins hverju sinni þar sem útsláttarfyrirkomulag var prófað eftir leiki í riðlakeppni og tókst það með ágætum. Líklegt þykir að gulldeildir RVK og NA fá sama fyrirkomulag en stjórn ÍPS mun koma saman á næstu dögum og ákveða hvort það verði sett á fyrir 2. umferð.

Sigurvegari Kristalsdeildar var Grindvíkingurinn Alexander Þorvaldsson sem sigraði Harald Birgisson úr PFK 6-0 í úrslitaleiknum. Alexander var með hæsta meðatal allra, 75,69 og átti 117 sem hæsta útskot.

Á Akureyri var það Vopnfirðingurinn Dilyan Kolev sem kom sá og sigraði Gulldeild NA og er því búinn að tryggja sér sæti í Kristalsdeild í 2. umferð. Hann var í harðri baráttu við Skagfirðinginn Arnar Geir Hjartarson og Þórsarann Óskar Jónasson um sigurinn og endaði Dilyan með 7 sigra af 8 og dugði það honum til sigurs í deildinni. Dilyan var með hæsta meðaltal allra í NA hluta deildarinnar, 65,13 og átti 106 sem hæsta útskot. Við fengum þó 170 útskot frá Ágústi Erni Vilbergssyni en því miður var það ekki í beinni útsendingu.

Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir af sigurvegurum allra deilda og óskar ÍPS þeim innilega til hamingju með árangurinn. Næst á dagskrá ÍPS er Íslandsmót 50+ á laugardaginn og RIG 2024 verður síðan dagana 26.-27. janúar.

Alexander – Kristalsdeild
Lukasz – Gulldeild RVK
Dilyan – Gulldeild NA
Atli Kolbeinn – Silfurdeild RVK
Kristján – Silfurdeild NA
Sigurður – Bronsdeild RVK
Sigurður – Bronsdeild NA
Smári – Kopardeild RVK
Runólfur – Kopardeild NA
Atli – Járndeild RVK
Sveinn – Járndeild NA
Jóhann – Blýdeild RVK
Birgir – Blýdeild NA
Jón Skúli – Áldeild RVK
Ingvi Þór – Áldeild NA
Hilmar Þór – Sinkdeild RVK
Mike – Sinkdeild NA
Þorsteinn – Stáldeild RVK
Marel Högni – Trédeild RVK
Gunnar – Plastdeild
Atli Viðar – Pappadeild
Garðar – Glerdeild
Szymon – Gúmmídeild
Eiríkur – Bómullardeild

ipsdart

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

12 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago