Categories: FréttirU18Landslið

ÍPS gerir samning við PingPong.is

PingPong.is er orðið eitt af aðal styrktaraðilum U18 landsliðs Íslands í pílukasti en ÍPS og PingPong skrifuðu undir tveggja ára samstarfssamning á pílufjöri í Grindavík sem Pílufélagið þar á bæ stóð fyrir um síðastliðna helgi. Þessi samningur hjálpar sambandinu að efla og koma almennilega á fót unglingastarfi sambandsins en áætlað er að hefja á næsta ári í fyrsta skipti á Íslandi U18 mótaröð í pílukasti þar sem yngstu keppendur íþróttarinnar fá að láta ljós sitt skína. Einnig mun PingPong.is styðja við U18 landsliðið í þeim verkefnum sem eru framundan næstu tvö árin.

Unglingalandslið Íslands æfir nú stíft fyrir næsta verkefni sem er JDC World Championship sem haldið er í lok nóvember í Gíbraltar. Hægt er að kynna sér mótið nánar á www.juniordarts.com

Landslið Íslands skipar að þessu sinni:
Alexander Þorvaldsson, PG
Alex Máni Pétursson, PG
Tómas Breki Bjarnason, PG
Sigurður Þórisson, Píludeild Þórs
Þjálfari: Pétur Rúðrik Guðmundsson

Pétur Rúðrik, landsliðsþjálfari sagði í samtali við dart.is vera fullur tilhlökkunar fyrir heimsmeistaramótinu sem og þeim vexti sem íþróttin er að sjá hjá yngri iðkendum.

,,Iðkendum er alltaf að fjölga, við í Pílufélagi Grindavíkur erum með reglulegar æfingar sem mikil aðsókn er í, grunnskólinn í bænum bíður einnig uppá pílukast sem valfag sem ávallt fyllist um leið og það er auglýst. Fleiri skólar eru einnig að bætast í þann hóp sem býður uppá íþróttina sem valfag í skólanum og fleiri aðildarfélög farin að huga betur að unglingastarfinu. Ef það eru einhverjir skólar sem hafa áhuga þá mega þeir endilega senda ÍPS póst sem sambandið er að leggja mikla áherslu á að ná íþróttinni inn í sem flesta skóla á landinu. Þetta er frábær íþrótt, auðvelt að spila og æfa með öðrum íþróttum og því fyrr sem maður byrjar því meiri möguleika hefur maður þegar maður eldist að ná langt í íþróttinni.”

ipsdart

Recent Posts

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…

18 klukkustundir ago

Íslandsmót 501 tvímenningur – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í 501 en í…

2 dagar ago

Floridana deildin – 5. umferð – Úrslit

5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…

2 vikur ago

Floridana deildin – 5. umferð – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…

2 vikur ago