Íslenska Pílukastsambandið leggur land undir fót og ætlar að heimsækja höfuborg norðursins og halda í samvinnu við Píludeild Þórs 4 mót helgina 9-10. nóvember. Spiluð verða stigamót 10,11 og 12 ásamt þriðju undankeppni Íslandsmóts 2020 en Píludeild Þórs er nú komin í nýtt glæsilegt húsnæði að Laugargötu 4.
Stigamót 10/11 verða spiluð laugardaginn 9. nóvember. Stigamót 10 byrjar kl. 11 og Stigamót 11 byrjar kl. 15.
Stigamót 12 ásamt undankeppni Íslandsmóts verður spiluð sunnudaginn 10. nóvember. Stigamót 12 byrjar kl. 11 og Undankeppnin um kl. 15. Eftirtaldir spilarar mega ekki taka þátt í undankeppninni þar sem þau hafa nú þegar tryggt sig inn í útsláttarhluta Íslandsmótsins:
Karlar:
Bjarni Sigurðsson
Eyjólfur Agnar Gunnarsson
Þröstur Ingimarsson
Þorgeir Guðmundsson
Matthías Örn Friðriksson
Sigurgeir Guðmundsson
Karl Helgi Jónsson
Guðmundur Valur Sigurðsson
Konur:
Petrea Kr. Friðriksdóttir
Arna Rut Gunnlaugsdóttir
Þórey Ósk Gunnarsdóttir
María Steinunn Jóhannesdóttir
Þátttökugjald í hvert mót er 1500kr.
Þetta verða seinustu stigamót ársins. Úrtökuhópur landsliðs Íslands fyrir Norðurlandamótið 2020 verður einnig kynntur stuttu eftir stigamótin og því mikilvægt að mæta, spila vel og reyna að tryggja sig inn í hópinn.
Skráning í hvert mót á staðnum og rennur skráningarfrestur út klukkutíma fyrir upphaf hvers móts eða hér fyrir neðan:
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…