Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024. Um hundrað manns tóku þátt í mótinu á einn eða annan hátt, en mikill undirbúningur átti sér stað til að gera mótið eftirminnilegt fyrir bæði keppendur, áhorfendur og aðra. Eins og nafnið gefur til kynna þá eru það eingöngu Norðurlöndin sem fá þátttökurétt en í ár mættu landslið Íslands, Svíþjóðar, Noregs, Danmörku og Færeyja.
Pílukast á Íslandi er í miklum vexti og náðu landslið Íslands sínum besta árangri síðan 1994 en bæði karla- og kvennaliðið lentu í 3. sæti í heildarstigakeppni mótsins og fór kvennaliðið alla leið í úrslit í liðakeppni en þurftu að lúta í lægra haldi fyrir kvennaliði Svía. B-lið karlaliðs Íslands komst síðan í undanúrslit í liðakeppni karla en þar voru Danir of sterkir.
Svíar voru hins vegar sigurstranglegastir fyrir mót og hirtu þau til sín öll þau verðlaun sem í boði voru á mótinu.
Sigurvegarar í einstökum greinum voru eftirfarandi:
Einstaklingskeppni karla:
Einstaklingskeppni kvenna:
Parakeppni karla:
Parakeppni kvenna:
Liðakeppni karla:
Liðakeppni kvenna:
Heildarstigakeppni karla:
Svíþjóð sigraði með 283 stig, Danmörk var í öðru sæti með 128 stig og Ísland endaði í þriðja sæti með 104 stig.
Heildarstigakeppni kvenna:
Í kvennaflokki sigraði Svíþjóð með 139 stig, Danmörk fylgdi í öðru sæti með 77 stig og Ísland endaði í þriðja sæti með 67 stig.
Íslenska liðið sýndi flotta frammistöðu á mótinu og áttu keppendur marga góða leiki ásamt því að ná sér í góða reynslu. Að ná þriðja sæti bæði í karla- og kvennaflokki í heildarstigakeppninni er frábær árangur og lofar góðu fyrir framtíðina í íslensku pílukasti.
Næsta landsliðsverkefni er WDF Europe Cup sem haldið verður í Slóvakíu í lok september.
Hægt er að skoða úrslit allra einstaka greina hér:
https://tv.dartconnect.com/event/idanordiccupopen24/results
Hægt er að skoða öll úrslit úr liðakeppni hér:
https://tv.dartconnect.com/league/nordiccup
Hægt er að skoða myndir frá mótinu hér að neðan.
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…