Categories: Fréttir

Íslandsmeistaramót 501 – 2025 – Úrslit.

Íslandsmeistaramótið í 501 var haldið helgina 15-16. mars. Laugardaginn 15. mars var keppt um Íslandsmeistaratitil í einmenningi og var spilað bæði á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. 117 keppendur voru í karlaflokki og 21 keppendi í kvennaflokki. Í karlaflokki voru spilaðir þriggja eða fjögra manna riðlar þar sem tveir komust upp úr riðli í útslátt. Í kvennaflokki voru spilaðir fjórir, fimm eða sex manna riðlar þar sem fjórar konur komust upp úr riðli.

Streymt var frá mótinu á Live Darts Iceland og hægt er að skoða úrslit mótsins hér: https://tv.dartconnect.com/event/icelandartschamp25

Sunnudaginn 16. mars var keppt um íslandsmeistaratitil í tvímenningi í aðstöðu Bullseye Reykjavík. Þar mættu 43 karlalið og 13 kvennalið. Í karlaflokki var spilað í átta riðlum, fimm eða sex í hverjum riðli og fjögur lið komust upp úr riðli og í útslátt. Í,kvennaflokki var spilað fjórum, þriggja og fjögurra manna riðlum og öll lið áfram í útslátt.

Streymt var frá mótinu á Live Darts Iceland og hægt er að skoða úrslit mótsins hér:

https://tv.dartconnect.com/event/icelanddblschamp25

ÍPS vill óska sigurvegurum í 501 til hamingju með árangurinn

Úrslitin urðu  eftirfarandi

Í einmenningi karla:

1: sæti : Matthías Örn Friðriksson

2: Sæti: Hallgrímur Egilsson

3-4: Sæti: Alexander Veigar Þorvaldsson og Árni Ágúst Daníelsson

Í einmenningi kvenna:

1: sæti: Brynja Herborg

2: Sæti Steinunn Dagný Ingvarsdóttir

3-4: sæti: Barbara Nowak og Sunna Valdimarsdóttir

Í tvímenningi karla:

1: sæti: Arngrímur Anton Ólafsson og Árni Ágúst Daníelsson

2: sæti: Dilyan Nikolaev Kolev og Valþór Atli Birgisson

3-4: sæti: Ágúst Örn Vilbergsson og Friðrik Gunnarsson, Pétur Rúðrik Guðmundsson og Vitor Manuel Guerra Charrua

Í tvímenningi kvenna:

1: sæti: Barbara Nowak og Brynja Herborg

2: sæti: Birna Rós Daníelsdóttir og Kitta Einarsdóttir

3-4: sæti: Kolbrún Einarsdóttir og Ólöf Heiða Óskarsdóttir Lovísa Hilmarsdóttir og Ragnheiður Ásgeirsdóttir

ÍPS vill þakka öllum sem tóku þátt og gerðu þetta mót einstaklega skemmtilegt, sérstakar þakkir til Örnu Rut Gunnlaugsdóttir og Guðmundar Gunnarsson fyrir mótstjórn

TV DartConnect

Íslandsmeistari – Einmenningur karla – Matthías Örn Friðriksson
Íslandsmeistari – Einmenningur kvenna – Brynja Herborg
Íslandsmeistarar í 501 tvímenningi. Karlar – Arngrímur Anton Ólafsson og Árni Ágúst Daníelsson. Konur – Brynja Herborg og Barbara Nowak

ipsdart_is

Recent Posts

Dartung 2 – Úrslit

Önnur umferðin í Dartung var haldið þann 3 maí í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. 40 börn…

10 klukkustundir ago

Grand Prix 2025 – Opið fyrir skráningu

Búið er að opna fyrir skráningu á Grand Prix 2025 sem verður haldið 17. Maí…

1 dagur ago

Dartung 2 – 3. Maí 2025

Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…

6 dagar ago

Iceland Open/Iceland Masters 2025

Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…

1 vika ago

Iceland Open/Masters bolir til sölu – Iceland Open/Masters shirts for sale

Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…

1 vika ago

Iceland Masters 2025 – Sunday 27th of april

The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…

1 vika ago