Fréttir

Íslandsmót 301

Íslandsmót 301 verður haldið helgina 5-7. júní næstkomandi í aðstöðu Píludeildar Þórs að Laugargötu 4, Akureyri. Vegna minnisblaðs sóttvarnalæknis stendur til að aflétta enn meira takmörkunum á samkomum í lok maí og hefur stjórn ÍPS ákveðið að halda Íslandsmótið fyrstu helgina í júní.

Dagskrá

Föstudagur 5. júní
Tvímenningur. Beinn útsláttur. Húsið opnar kl 17:00 og byrjað að spila kl. 19:00. Þátttökugjald 4.000kr á par


Laugardagur 6. júní
Einmenningur karla og kvenna – Riðlakeppni. Raðað verður í riðla eftir stigalista ÍPS og stig gefin fyrir árangur. Húsið opnar kl 09:00 og fyrstu riðlar byrja kl 11:00. Allir riðlar og leikir tímasettir. Best af 5 í riðlum. Þátttökugjald 4.000kr

Um kvöldið verður haldið tvímennings skemmtimót. Byrjað að spila um kl 19. Frítt fyrir þau pör sem tóku þátt á föstudeginum en 2.000kr fyrir önnur pör.


Sunnudagur 7. júní
Einmenningur karla og kvenna – Útsláttur og úrslitaleikir. Húsið opnar kl 09:00 og byrjað að spila kl. 11:00. Best af 9 í útslætti en best af 11 í undanúrslitum og best af 13 í úrslitum.

Skráningarfrestur rennur út á miðnætti miðvikudaginn 3. júní

Tilboðsverð er á Hótel KEA, 12.900 nóttin í tvíbýli eða 9.900 nóttin í einbýli með morgunmat. Hægt er að bóka gistingu á oli@dart.is

Skráning í mótið hér fyrir neðan eða á dart@dart.is. Þeir sem voru búnir að skrá sig áður en mótinu var frestað vinsamlegast skráið ykkur aftur.

Hægt er að greiða fyrir mótin hér fyrir neðan:

ipsdart

Recent Posts

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

2 dagar ago

Dartung 4 – Úrslit og stigameistarar 2024 krýndir.

4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…

4 dagar ago

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…

3 vikur ago

Floridana deildin – 5. umferð – Úrslit

5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…

1 mánuður ago

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…

1 mánuður ago