Íslandsmót 301 verður haldið helgina 5-7. júní næstkomandi í aðstöðu Píludeildar Þórs að Laugargötu 4, Akureyri. Vegna minnisblaðs sóttvarnalæknis stendur til að aflétta enn meira takmörkunum á samkomum í lok maí og hefur stjórn ÍPS ákveðið að halda Íslandsmótið fyrstu helgina í júní.
Dagskrá
Föstudagur 5. júní
Tvímenningur. Beinn útsláttur. Húsið opnar kl 17:00 og byrjað að spila kl. 19:00. Þátttökugjald 4.000kr á par
Laugardagur 6. júní
Einmenningur karla og kvenna – Riðlakeppni. Raðað verður í riðla eftir stigalista ÍPS og stig gefin fyrir árangur. Húsið opnar kl 09:00 og fyrstu riðlar byrja kl 11:00. Allir riðlar og leikir tímasettir. Best af 5 í riðlum. Þátttökugjald 4.000kr
Um kvöldið verður haldið tvímennings skemmtimót. Byrjað að spila um kl 19. Frítt fyrir þau pör sem tóku þátt á föstudeginum en 2.000kr fyrir önnur pör.
Sunnudagur 7. júní
Einmenningur karla og kvenna – Útsláttur og úrslitaleikir. Húsið opnar kl 09:00 og byrjað að spila kl. 11:00. Best af 9 í útslætti en best af 11 í undanúrslitum og best af 13 í úrslitum.
Skráningarfrestur rennur út á miðnætti miðvikudaginn 3. júní
Tilboðsverð er á Hótel KEA, 12.900 nóttin í tvíbýli eða 9.900 nóttin í einbýli með morgunmat. Hægt er að bóka gistingu á oli@dart.is
Skráning í mótið hér fyrir neðan eða á dart@dart.is. Þeir sem voru búnir að skrá sig áður en mótinu var frestað vinsamlegast skráið ykkur aftur.
Hægt er að greiða fyrir mótin hér fyrir neðan:
Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…
Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…
Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…
The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…
Finally the day has arrived and we are proud to present the schedule for the…
Í langan tíma hefur verið rökræður meðal keppenda um fatareglur á mótum og reglur óskýrar,…