Fréttir

Íslandsmót 301

Íslandsmót 301 verður haldið helgina 5-7. júní næstkomandi í aðstöðu Píludeildar Þórs að Laugargötu 4, Akureyri. Vegna minnisblaðs sóttvarnalæknis stendur til að aflétta enn meira takmörkunum á samkomum í lok maí og hefur stjórn ÍPS ákveðið að halda Íslandsmótið fyrstu helgina í júní.

Dagskrá

Föstudagur 5. júní
Tvímenningur. Beinn útsláttur. Húsið opnar kl 17:00 og byrjað að spila kl. 19:00. Þátttökugjald 4.000kr á par


Laugardagur 6. júní
Einmenningur karla og kvenna – Riðlakeppni. Raðað verður í riðla eftir stigalista ÍPS og stig gefin fyrir árangur. Húsið opnar kl 09:00 og fyrstu riðlar byrja kl 11:00. Allir riðlar og leikir tímasettir. Best af 5 í riðlum. Þátttökugjald 4.000kr

Um kvöldið verður haldið tvímennings skemmtimót. Byrjað að spila um kl 19. Frítt fyrir þau pör sem tóku þátt á föstudeginum en 2.000kr fyrir önnur pör.


Sunnudagur 7. júní
Einmenningur karla og kvenna – Útsláttur og úrslitaleikir. Húsið opnar kl 09:00 og byrjað að spila kl. 11:00. Best af 9 í útslætti en best af 11 í undanúrslitum og best af 13 í úrslitum.

Skráningarfrestur rennur út á miðnætti miðvikudaginn 3. júní

Tilboðsverð er á Hótel KEA, 12.900 nóttin í tvíbýli eða 9.900 nóttin í einbýli með morgunmat. Hægt er að bóka gistingu á oli@dart.is

Skráning í mótið hér fyrir neðan eða á dart@dart.is. Þeir sem voru búnir að skrá sig áður en mótinu var frestað vinsamlegast skráið ykkur aftur.

Hægt er að greiða fyrir mótin hér fyrir neðan:

ipsdart

Recent Posts

Dartung 2 – 3. Maí 2025

Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…

9 klukkustundir ago

Iceland Open/Iceland Masters 2025

Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…

2 dagar ago

Iceland Open/Masters bolir til sölu – Iceland Open/Masters shirts for sale

Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…

3 dagar ago

Iceland Masters 2025 – Sunday 27th of april

The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…

4 dagar ago

Iceland Open 2025 – Saturday 26th of april

Finally the day has arrived and we are proud to present the schedule for the…

5 dagar ago

Fatareglur í ÍPS mótum/Players attire in ÍPS tournaments

Í langan tíma hefur verið rökræður meðal keppenda um fatareglur á mótum og reglur óskýrar,…

1 vika ago