Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.
Á laugardeginum fór fram keppni í tvímenning karla og kvenna og á sunnudeginum var einmenningur spilaður.
Í tvímenningi karla voru það Anton Ólafsson og Árni Ágúst Daníelsson úr PR sem urðu Íslandsmeistarar eftir 6-4 sigur í úrslitaleiknum á móti Birni Steinari Brynjólfssyni og Matthíasi Friðrikssyni.
Í kvennaflokki urðu þær Sandra Guðlaugsdóttir og Steinunn Ingvarsdóttir úr PG Íslandsmeistarar eftir 6-4 sigur á þeim Örnu Gunnlaugsdóttir og Brynju Herborg
Á sunnudeginum var einmenningur spilaður.
Í karlaflokki varð Vitor Charrua úr PH Íslandsmeistari eftir 6-3 sigur á Óskari Jónassyni en í kvennaflokki varð Ingibjörg Magnúsdóttir PH Íslandsmeistari eftir æsispennandi 6-1 sigur á Söndru Guðlaugsdóttir.
ÍPS óskar sigurvegurum helgarinnar innilega til hamingju og þakkar öllum sem stóðu að mótinu kærlega fyrir aðstoðina.
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…