Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.
Á laugardeginum fór fram keppni í tvímenning karla og kvenna og á sunnudeginum var einmenningur spilaður.
Í tvímenningi karla voru það Anton Ólafsson og Árni Ágúst Daníelsson úr PR sem urðu Íslandsmeistarar eftir 6-4 sigur í úrslitaleiknum á móti Birni Steinari Brynjólfssyni og Matthíasi Friðrikssyni.
Í kvennaflokki urðu þær Sandra Guðlaugsdóttir og Steinunn Ingvarsdóttir úr PG Íslandsmeistarar eftir 6-4 sigur á þeim Örnu Gunnlaugsdóttir og Brynju Herborg
Á sunnudeginum var einmenningur spilaður.
Í karlaflokki varð Vitor Charrua úr PH Íslandsmeistari eftir 6-3 sigur á Óskari Jónassyni en í kvennaflokki varð Ingibjörg Magnúsdóttir PH Íslandsmeistari eftir æsispennandi 6-1 sigur á Söndru Guðlaugsdóttir.
ÍPS óskar sigurvegurum helgarinnar innilega til hamingju og þakkar öllum sem stóðu að mótinu kærlega fyrir aðstoðina.
Sunnudagur 18. janúar 2026 Gulldeild kvenna RVK 1. Sæti - Steinunn Dagný Ingvarsdóttir2. Sæti -…
Laugardagur 17. janúar 2026 Kristaldeild 1. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti…
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna mun útsending sunnudaginn 18. janúar á Bullseye ekki fara fram.Hægt verður að…
Búið er að raða í riðla fyrir 1. umferð Floridana sem verður haldin á Bullseye,…