Íslandsmótið í 301 var haldið helgina 5-7 júní í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri. Íslandsmeistarar í tvímenningi voru krýndir á föstudagskvöldinu, riðlakeppni í einmenningi fór fram á laugardeginum og útsláttarkeppnin á sunnudeginum. Alls tóku um 60 manns þátt í mótunum og vill ÍPS þakka öllum þátttakendum fyrir helgina sem og þeim fjölmörgu sem komu að mótunum á einn eða annan hátt.
Á föstudeginum voru þeir Vitor Charrua (PFH) og Karl Helgi Jónsson (PFR) krýndir Íslandsmeistarar í tvímenningi en þeir sigruðu bræðurna Matthías Örn Friðriksson (PFG) og Sævar Stein Friðriksson (PFF) 7-4 í úrslitaleiknum.
Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH) og Jóhanna Bergsdóttir (PÞ) voru krýndar Íslandsmeistarar í tvímenningi kvenna en þetta var þeirra 4 titill í 301. Þær sigruðu Guðrúnu Þórðardóttur (PÞ) og Hrefnu Sævarsdóttur (PÞ) 7-1 í úrslitaleiknum.
Á laugardeginum voru 51 skráðir spilarar í einmenning í karlaflokki og 11 í kvennaflokki. Spilaðir voru 8 riðlar í karlaflokki þar sem 4 komust áfram í 32 manna úrslit og 2 riðlar í kvennaflokki þar sem 4 komust áfram úr hvorum riðli í 8 manna úrslit.
Á sunnudeginum var síðan spilaður 32 manna útsláttur karla og var það Friðrik Diego (PFR) sem sigraði Matthías Örn Friðriksson (PG) í æsispennandi úrslitaleik þar sem báðir spilarar áttu möguleika á sigri. Friðrik hitti 3x 180 í leiknum og tók út 51 á D20 fyrir 7-6 sigri. Friðrik er því nýr íslandsmeistari í 301 en hann varð seinast íslandsmeistari árið 2011.
Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH) varði titilinn í kvennaflokki í annað sinn en hún sigraði Maríu Jóhannesdóttir (PFR) 7-5 og hefur því orðið íslandsmeistari í einmenning 301 seinustu 3 árin. Ingibjörg komst í 4-0 og virtist ætla að sigla titlinum auðveldlega í hús en María kom til baka og jafnaði í 5-5. Ingibjörg var sterkari á lokakaflanum og kláraði leikinn á D20.
Hægt er að skoða öll úrslit og alla tölfræði frá mótinu hér:
https://tv.dartconnect.com/matchlist/ida301rrko20
Live Darts Iceland sýndi beint frá mótinu og er hægt að sjá upptöku af helginni á www.facebook.com/livedartsiceland sem og youtube.com/livedartsiceland en sýnt var beint frá þremur spjöldum alla helgina.
Eftir mótið er Bjarni Sigurðsson (PÞ) í efsta sæti stigalista ÍPS með 197 stig og er Matthías Örn Friðriksson (PG) í öðru sæti með 172 stig. Vitor Charrua situr síðan í þriðja sæti með 163 stig. Með sigrinum skaust Friðrik Diego alla leið í 18. sætið en baráttan um úrvalsdeildarsæti er í fullum gangi en 6 efstu karlar á stigalistanum tryggja sig inn í deildina.
Í kvennaflokki er Petrea Friðriksdóttir (PFR) í efsta sæti með 189 stig en Guðrún Þórðardóttir (PÞ) er í öðru sæti með 177 stig. Ingibjörg Magnúsdóttir situr síðan í þriðja sæti með 155 stig. Ingibjörg er þó í efsta sæti þegar kemur að sæti í úrvalsdeildinni en efsta konan miðað við mótin í ár tryggir sig inn í úrvalsdeildina.
Uppfærðan stigalista ÍPS má skoða hér: Stigalisti ÍPS
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…