Íslandsmót

Íslandsmót 301 – Úrslit

Íslandsmótið í 301 var haldið helgina 5-7 júní í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri. Íslandsmeistarar í tvímenningi voru krýndir á föstudagskvöldinu, riðlakeppni í einmenningi fór fram á laugardeginum og útsláttarkeppnin á sunnudeginum. Alls tóku um 60 manns þátt í mótunum og vill ÍPS þakka öllum þátttakendum fyrir helgina sem og þeim fjölmörgu sem komu að mótunum á einn eða annan hátt.

Á föstudeginum voru þeir Vitor Charrua (PFH) og Karl Helgi Jónsson (PFR) krýndir Íslandsmeistarar í tvímenningi en þeir sigruðu bræðurna Matthías Örn Friðriksson (PFG) og Sævar Stein Friðriksson (PFF) 7-4 í úrslitaleiknum.

Karl Helgi og Vitor Charrua

Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH) og Jóhanna Bergsdóttir (PÞ) voru krýndar Íslandsmeistarar í tvímenningi kvenna en þetta var þeirra 4 titill í 301. Þær sigruðu Guðrúnu Þórðardóttur (PÞ) og Hrefnu Sævarsdóttur (PÞ) 7-1 í úrslitaleiknum.

Jóhanna Bergsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir

Á laugardeginum voru 51 skráðir spilarar í einmenning í karlaflokki og 11 í kvennaflokki. Spilaðir voru 8 riðlar í karlaflokki þar sem 4 komust áfram í 32 manna úrslit og 2 riðlar í kvennaflokki þar sem 4 komust áfram úr hvorum riðli í 8 manna úrslit.

Á sunnudeginum var síðan spilaður 32 manna útsláttur karla og var það Friðrik Diego (PFR) sem sigraði Matthías Örn Friðriksson (PG) í æsispennandi úrslitaleik þar sem báðir spilarar áttu möguleika á sigri. Friðrik hitti 3x 180 í leiknum og tók út 51 á D20 fyrir 7-6 sigri. Friðrik er því nýr íslandsmeistari í 301 en hann varð seinast íslandsmeistari árið 2011.

Friðrik Diego

Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH) varði titilinn í kvennaflokki í annað sinn en hún sigraði Maríu Jóhannesdóttir (PFR) 7-5 og hefur því orðið íslandsmeistari í einmenning 301 seinustu 3 árin. Ingibjörg komst í 4-0 og virtist ætla að sigla titlinum auðveldlega í hús en María kom til baka og jafnaði í 5-5. Ingibjörg var sterkari á lokakaflanum og kláraði leikinn á D20.

Ingibjörg Magnúsdóttir

Hægt er að skoða öll úrslit og alla tölfræði frá mótinu hér:
https://tv.dartconnect.com/matchlist/ida301rrko20

Live Darts Iceland sýndi beint frá mótinu og er hægt að sjá upptöku af helginni á www.facebook.com/livedartsiceland sem og youtube.com/livedartsiceland en sýnt var beint frá þremur spjöldum alla helgina.

Eftir mótið er Bjarni Sigurðsson (PÞ) í efsta sæti stigalista ÍPS með 197 stig og er Matthías Örn Friðriksson (PG) í öðru sæti með 172 stig. Vitor Charrua situr síðan í þriðja sæti með 163 stig. Með sigrinum skaust Friðrik Diego alla leið í 18. sætið en baráttan um úrvalsdeildarsæti er í fullum gangi en 6 efstu karlar á stigalistanum tryggja sig inn í deildina.

Í kvennaflokki er Petrea Friðriksdóttir (PFR) í efsta sæti með 189 stig en Guðrún Þórðardóttir (PÞ) er í öðru sæti með 177 stig. Ingibjörg Magnúsdóttir situr síðan í þriðja sæti með 155 stig. Ingibjörg er þó í efsta sæti þegar kemur að sæti í úrvalsdeildinni en efsta konan miðað við mótin í ár tryggir sig inn í úrvalsdeildina.

Uppfærðan stigalista ÍPS má skoða hér: Stigalisti ÍPS

ipsdart

Recent Posts

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

32 mínútur ago

Dartung 4 – Úrslit og stigameistarar 2024 krýndir.

4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…

1 dagur ago

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…

2 vikur ago

Floridana deildin – 5. umferð – Úrslit

5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…

4 vikur ago

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…

1 mánuður ago