Íslandsmót

Íslandsmótið í pílukasti 2021 – Skráning

Íslandsmótið í pílukasti verður haldið dagana 30. apríl – 1. maí 2021 á Bullseye, Snorrabraut 34.

Tvímenningur verður spilaður á föstudeginum, riðlakeppni í einmenning verður spiluð á laugardegi og útsláttarkeppni í einmennig á sunnudag. ÍPS áskilur sér þann rétt að breyta fyrirkomulagi í einmenningi og spila allt mótið á laugardeginum og verður það auglýst eftir að skráningarfrestur rennur út.

Föstudagurinn 30. apríl – Tvímenningur
Húsið opnar kl. 12:00
Fyrstu leikir hefjast kl. 17:00
Mótið er kynjaskipt en karl og kona mega spila saman í karlaflokki en ekki í kvennaflokki.
ATH – STAÐFESTA ÞARF SKRÁNINGU Á STAÐNUM FYRIR KL. 16:30. EF ÞAÐ ER EKKI GERT FÁ VIÐKOMANDI PÖR EKKI AÐ TAKA ÞÁTT Í MÓTINU.

Laugardagurinn 1. maí – Einmenningur riðlakeppni
Húsið opnar kl. 08:30
Riðlakeppni karla og kvenna hefst kl. 11:00
Spilafyrirkomulag í riðlakeppni karla og kvenna verður best af 5 leggjum.
Einum keppanda verður raðað í hvern riðil af stigalista ÍPS
ATH – STAÐFESTA ÞARF SKRÁNINGU Á STAÐNUM FYRIR KL. 10:15. EF ÞAÐ ER EKKI GERT FÆR VIÐKOMANDI KEPPANDI EKKI AÐ TAKA ÞÁTT Í MÓTINU.

Sunnudagurinn 2. maí – Einmenningur útsláttarkeppni
Húsið opnar kl. 09:00
Fyrstu leikir í útslætti karla og kvenna hefst kl. 11:00
Spilafyrirkomulag í útslættinum verður:
L64 – Best af 9
L32 – Best af 9
L16 – Best af 9
L8 – Best af 9
L4 – Best af 11
Úrslit – Best af 13

Þátttökugjald:
Einmenningur: 3.000 kr
Tvímenningur: 1.500 kr á mann

ATH SKRÁNINGARFRESTUR RENNUR ÚT FIMMTUDAGINN 29. APRÍL KL. 20:00. GREIÐA ÞARF ÞÁTTTÖKUGJALD ÁÐUR EN SKRÁNINGARFRESTUR RENNUR ÚT TIL AÐ SKRÁNING SÉ TEKIN GILD.

Hægt er að millifæra þátttökugjald til ÍPS:
KT. 470385-0819
RN. 0301-26-014567

Skráða keppendur má sjá með því að smella HÉR

Skráning hér:

ipsdart

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 dagar ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 vikur ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 vikur ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 vikur ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 vikur ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 vikur ago