Íslandsmótið í pílukasti verður haldið dagana 30. apríl – 1. maí 2021 á Bullseye, Snorrabraut 34.
Tvímenningur verður spilaður á föstudeginum, riðlakeppni í einmenning verður spiluð á laugardegi og útsláttarkeppni í einmennig á sunnudag. ÍPS áskilur sér þann rétt að breyta fyrirkomulagi í einmenningi og spila allt mótið á laugardeginum og verður það auglýst eftir að skráningarfrestur rennur út.
Föstudagurinn 30. apríl – Tvímenningur
Húsið opnar kl. 12:00
Fyrstu leikir hefjast kl. 17:00
Mótið er kynjaskipt en karl og kona mega spila saman í karlaflokki en ekki í kvennaflokki.
ATH – STAÐFESTA ÞARF SKRÁNINGU Á STAÐNUM FYRIR KL. 16:30. EF ÞAÐ ER EKKI GERT FÁ VIÐKOMANDI PÖR EKKI AÐ TAKA ÞÁTT Í MÓTINU.
Laugardagurinn 1. maí – Einmenningur riðlakeppni
Húsið opnar kl. 08:30
Riðlakeppni karla og kvenna hefst kl. 11:00
Spilafyrirkomulag í riðlakeppni karla og kvenna verður best af 5 leggjum.
Einum keppanda verður raðað í hvern riðil af stigalista ÍPS
ATH – STAÐFESTA ÞARF SKRÁNINGU Á STAÐNUM FYRIR KL. 10:15. EF ÞAÐ ER EKKI GERT FÆR VIÐKOMANDI KEPPANDI EKKI AÐ TAKA ÞÁTT Í MÓTINU.
Sunnudagurinn 2. maí – Einmenningur útsláttarkeppni
Húsið opnar kl. 09:00
Fyrstu leikir í útslætti karla og kvenna hefst kl. 11:00
Spilafyrirkomulag í útslættinum verður:
L64 – Best af 9
L32 – Best af 9
L16 – Best af 9
L8 – Best af 9
L4 – Best af 11
Úrslit – Best af 13
Þátttökugjald:
Einmenningur: 3.000 kr
Tvímenningur: 1.500 kr á mann
ATH SKRÁNINGARFRESTUR RENNUR ÚT FIMMTUDAGINN 29. APRÍL KL. 20:00. GREIÐA ÞARF ÞÁTTTÖKUGJALD ÁÐUR EN SKRÁNINGARFRESTUR RENNUR ÚT TIL AÐ SKRÁNING SÉ TEKIN GILD.
Hægt er að millifæra þátttökugjald til ÍPS:
KT. 470385-0819
RN. 0301-26-014567
Skráða keppendur má sjá með því að smella HÉR
Skráning hér:
Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…