Categories: Fréttir

Íslandsmót 501 – Riðlar klárir – Karlariðlar í einmenning verða spilaðir bæði á Bullseye og PFR.

Búið er að draga í riðla í Íslandsmótinu í Pílukasti 2025. Hægt er að sjá riðlaskiptingu hér að neðan. ATH! Mótastjórn áskilur sér rétt til að draga aftur ef þurfa þykir t.d. vegna forfalla!

Mótstaður opnar kl. 09:00 og byrjað verður að spila kl. 11:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 60 mín fyrir upphaf riðils eða fyrir kl. 10:00. Þetta er gríðalega mikilvægt og eiga keppendur hættu á að detta úr mótinu ef keppendur mæta of seint.

Einmenningur (Laugardagur)

Mótstaður opnar kl. 09:00 og byrjað verður að spila kl. 11:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 60 mín fyrir upphaf riðils eða fyrir kl. 10:00. Þetta er gríðalega mikilvægt og eiga keppendur hættu á að detta úr mótinu ef keppendur mæta of seint.
Einmenningur kvennariðlar – Spilað á Bullseye – Það eru fjórir riðlar (5-6 í riðli) og fjórar upp úr riðli. Gert er ráð fyrir að riðlarnir klárist ca. 15:00.
Stefnt er að því að byrja útslátt í kvennaflokki um 15:30 upp í Bullseye.

Einmenningur karlariðlarSpilað á Bullseye og PFR í Tangarhöfða 2 (Sjá hér fyrir neðan hvaða riðlar spila í PFR) – Það eru 32 riðlar (3-4 í riðli) og tveir upp úr riðli. Gert er ráð fyrir að riðlarnir klárist 1300.
Stefnt er að því að byrja útslátt í karlaflokki um 14:30 upp í Bullseye.

Tvímenningur (Sunnudagur)

Mótstaður opnar kl. 09:00 og byrjað verður að spila kl. 11:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 60 mín fyrir upphaf riðils eða fyrir kl. 10:00. Þetta er gríðalega mikilvægt og eiga keppendur hættu á að detta úr mótinu ef keppendur mæta of seint.
Tvímenningur kvennariðlar Spilað á Bullseye – Það eru fjórir riðlar (3-4 í riðli) og öll pör upp úr riðli. Gert er ráð fyrir að riðlarnir klárist ca. 13:30.
Stefnt er að því að byrja útslátt í kvennaflokki um 14:30:00 upp í Bullseye.

Tvímenningur karlariðlar spilað á Bullseye – Það eru 8 (5-6 í riðli) og fjögur pör upp úr riðli. Gert er ráð fyrir að riðlarnir klárist 15:00.
Stefnt er að því að byrja útslátt í karlaflokki um 16:00 upp í Bullseye.

Mótstjórn er í höndum Örnu Rutar Gunnlaugsdóttur ásamt Stjórnar ÍPS 

Við minnum á að almennar keppnisreglur ÍPS gilda á mótinu og Regluverk ÍPS um Íslandsmót.

VIð viljum árétta að keppendur séu í keppnisklæðnaði samkvæmt reglum WDF. Þetta er Íslandsmót og mikilvægt að keppendur virði þær reglur.

Klæðnaður

  • Keppendur skulu fara eftir reglum um klæðnað frá WDF þegar keppt er á
    sviði en á gólfi er snyrtilegur klæðnaður æskilegur

Sjáumst á línunni!

Kvennariðlar – Einmenningur

Hérna sjáið þið alla riðlana bæði í Bullseye og PFR. Uppfært – Riðill AU færðist í Bullseye og riðill AF færðist í PFR. (Búið er að hafa samband við keppendur sem þetta snertir).

ipsdart_is

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 dagar ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 vikur ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 vikur ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 vikur ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 vikur ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 vikur ago