Aðal

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns voru skráð á mótið. Spilað var í karla- og kvennaflokki þar sem byrjað var á riðlakeppni og fylgdi útsláttur í kjölfarið. Í karlaflokki voru 36 pör skráð til leiks og 13 í kvennaflokki.

Í karlaflokki voru það félagarnir frá Pílufélagi Reykjanesbæjar þeir Arngrímur Anton Ólafsson og Árni Ágúst Daníelsson sem urðu Íslandsmeistarar en þeir sigruðu þá Alexander Veigar Þorvaldsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Harald Birgisson frá Pílufélagi Kópavogs 6-1 í úrslitaleiknum.

Í kvennaflokki urðu það síðan Barbara Nowak og Harpa Dögg Nóadóttir frá Pílukastfélagi Reykjavíkur sem urðu Íslandsmeistarar en þær sigruðu þær Steinunni Dagnýu Ingvarsdóttur og Söndru Dögg Guðlaugsdóttir frá Pílufélagi Grindavíkur 6-5 í úrslitaleiknum.

Hér má síðan finna úrslit allra leikja: https://tv.dartconnect.com/event/icelanddblschamp24

Mótið var í beinni útsendingu frá Live Darts Iceland og finna má 3 útsendingar hér: https://www.youtube.com/@LiveDartsIceland

Stjórn ÍPS óskar verðalunahöfum til hamingju og þakkar öllum kærlega fyrir sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt. Hér má síðan finna myndir af verðlaunahöfum:

Árni og Anton – Íslandsmeistarar í karlaflokki
Harpa og Barbara – Íslandsmeistarar í kvennaflokki
Haraldur og Alexander – 2. sæti karlaflokki
Sandra og Steinunn – 2. sæti kvennaflokki
Nadía og Brynja – 3.-4. sæti kvennaflokki
Valþór og Dilyan – 3.-4. sæti karlaflokki
Ólöf og Kolbrún – 3.-4. sæti kvennaflokki
Kári og Vitor – 3.-4. sæti karlaflokki

ipsdart

Recent Posts

ÍPS auglýsir eftir þjálfara í unglingalandsliðin. (U18 – Drengir og stúlkur)

ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…

3 vikur ago

Úrvalsdeildin í pílukasti – Línur skýrast

Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…

3 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Úrslit

Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…

3 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…

4 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

1 mánuður ago