Categories: Íslandsmót

Íslandsmót 501 – Úrslit

Vel heppnuðu Íslandsmóti lauk í dag en íslandsmeistarar karla og kvenna í bæði ein- og tvímenningi voru krýnd í aðstöðu Pílufélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2 um helgina.

32 karlar og 13 konur tóku þátt í einmenning sem spilaður var á laugardag og 23 pör í tvímenningi sem var á sunnudag.

Sýnt var beint frá öllu mótinu af Live Darts Iceland en um 20 þúsund manns horfðu á beina útsendingu yfir helgina.

Ein nýjung var kynnt til leiks um helgina en allir leikir í riðlum voru tímasettir og var fólk almennt mjög ánægt með þá ákvörðun og stóðust tímasetningar í flestum tilfellum. ÍPS reiknar með að halda þessari breytingu áfram á mótum á sínum vegum í framtíðinni.

Í einmenningi karla var það Vitor Charrua sem vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 501. Vitor spilaði vel allan laugardaginn og var með hæsta meðaltal af öllum um helgina en heildarmeðaltal hans var 74,89. Hann byrjaði mótið af miklum krafti og var með 88,9 í sínum fyrsta leik en það voru einungis tveir leikir sem hann fór undir 70 í meðaltal. Vitor sigraði Rudolf Einarsson í 32 manna úrslitum 3-0 og Svein Skorra Höskuldsson í 16 manna úrslitum 4-1. Matthías Örn Friðriksson varð hans næsta fórnarlamb í fjórðungsúrslitum en sá leikur fór 5-3. Undanúrslitaleikurinn var gríðarlega spennandi en þar spilaði hann við Akureyringinn efnilega Atla Bjarnason. Leikurinn í oddalegg 5-5 en Vitor setti þá í fluggír og sigraði leikinn með 14 pílna leik. Í úrslitum mætti hann Joseph Doroon og sigraði hann nokkuð auðveldlega 7-2 og tryggði sér þannig sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 501.

Vitor

Í einmenningi kvenna stóð Ingibjörg Magnúsdóttir uppi sem sigurvegari en hún lyfti sínum þriðja Íslandsmeistaratitli á laugardeginum. Hún spilaði best allra kvenna í mótinu en hennar meðaltal var 44,75 í riðlakeppninni og 46,6 í útsláttakeppninni. Í fjórðungsúrslitum sigraði hún Petreu Friðriksdóttur örugglega 5-1 og hélt uppteknum hætti í undanúrslitum en þar sigraði hún Hrefnu Sævarsdóttur 6-0. Í úrslitunum mætti hún Diljá Töru Helgadóttur og tapaði hún einungis einum legg í 7-1 sigri.

Ingibjörg

Í tvímenningi karla voru það feðgarnir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Alex Máni Pétursson sem unnu meistarana frá því í fyrra en þeir sigruðu Halla Egils og Vitor Charrua 7-4

Pétur og Alex

Í tvímenningi kvenna sigruðu Ingibjörg Magnúsdóttir og Jóhanna Bergsdóttir en þær unnu Örnu Rut Gunnlaugsdóttir og Maríu Jóhannesdóttir 7-6 eftir æsispennandi oddalegg þar sem bæði lið áttu möguleika á titlinum.

Ingibjörg og Jóhanna

Hér má sjá öll úrslit mótsins:
Einmenningur:
https://tv.dartconnect.com/eventmenu/ida19icechamps
Tvímenningur:
https://tv.dartconnect.com/eventmenu/ida19icechampdbls

Stjórn ÍPS þakkar öllum sem tóku þátt og óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn!

ipsdart

Recent Posts

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…

18 klukkustundir ago

Íslandsmót 501 tvímenningur – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í 501 en í…

2 dagar ago

Floridana deildin – 5. umferð – Úrslit

5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…

2 vikur ago

Floridana deildin – 5. umferð – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…

2 vikur ago