Vel heppnuðu Íslandsmóti lauk í dag en íslandsmeistarar karla og kvenna í bæði ein- og tvímenningi voru krýnd í aðstöðu Pílufélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2 um helgina.
32 karlar og 13 konur tóku þátt í einmenning sem spilaður var á laugardag og 23 pör í tvímenningi sem var á sunnudag.
Sýnt var beint frá öllu mótinu af Live Darts Iceland en um 20 þúsund manns horfðu á beina útsendingu yfir helgina.
Ein nýjung var kynnt til leiks um helgina en allir leikir í riðlum voru tímasettir og var fólk almennt mjög ánægt með þá ákvörðun og stóðust tímasetningar í flestum tilfellum. ÍPS reiknar með að halda þessari breytingu áfram á mótum á sínum vegum í framtíðinni.
Í einmenningi karla var það Vitor Charrua sem vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 501. Vitor spilaði vel allan laugardaginn og var með hæsta meðaltal af öllum um helgina en heildarmeðaltal hans var 74,89. Hann byrjaði mótið af miklum krafti og var með 88,9 í sínum fyrsta leik en það voru einungis tveir leikir sem hann fór undir 70 í meðaltal. Vitor sigraði Rudolf Einarsson í 32 manna úrslitum 3-0 og Svein Skorra Höskuldsson í 16 manna úrslitum 4-1. Matthías Örn Friðriksson varð hans næsta fórnarlamb í fjórðungsúrslitum en sá leikur fór 5-3. Undanúrslitaleikurinn var gríðarlega spennandi en þar spilaði hann við Akureyringinn efnilega Atla Bjarnason. Leikurinn í oddalegg 5-5 en Vitor setti þá í fluggír og sigraði leikinn með 14 pílna leik. Í úrslitum mætti hann Joseph Doroon og sigraði hann nokkuð auðveldlega 7-2 og tryggði sér þannig sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 501.
Í einmenningi kvenna stóð Ingibjörg Magnúsdóttir uppi sem sigurvegari en hún lyfti sínum þriðja Íslandsmeistaratitli á laugardeginum. Hún spilaði best allra kvenna í mótinu en hennar meðaltal var 44,75 í riðlakeppninni og 46,6 í útsláttakeppninni. Í fjórðungsúrslitum sigraði hún Petreu Friðriksdóttur örugglega 5-1 og hélt uppteknum hætti í undanúrslitum en þar sigraði hún Hrefnu Sævarsdóttur 6-0. Í úrslitunum mætti hún Diljá Töru Helgadóttur og tapaði hún einungis einum legg í 7-1 sigri.
Í tvímenningi karla voru það feðgarnir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Alex Máni Pétursson sem unnu meistarana frá því í fyrra en þeir sigruðu Halla Egils og Vitor Charrua 7-4
Í tvímenningi kvenna sigruðu Ingibjörg Magnúsdóttir og Jóhanna Bergsdóttir en þær unnu Örnu Rut Gunnlaugsdóttir og Maríu Jóhannesdóttir 7-6 eftir æsispennandi oddalegg þar sem bæði lið áttu möguleika á titlinum.
Hér má sjá öll úrslit mótsins:
Einmenningur:
https://tv.dartconnect.com/eventmenu/ida19icechamps
Tvímenningur:
https://tv.dartconnect.com/eventmenu/ida19icechampdbls
Stjórn ÍPS þakkar öllum sem tóku þátt og óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn!
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…