Íslandsmótið í 501 var haldið um helgina hjá Pílukastfélagi Reykjavíkur. Metþáttaka var á mótinu en alls voru skráðir 87 keppendur en aldrei hafa fleiri keppt á Íslandsmóti á vegum sambandsins sem er merki um öran vöxt pílukasts á Íslandi.
Keppt var um Íslandsmeistaratitilinn í einmenningi á laugardeginum og tvímenningi á sunnudeginum en ríkjandi meistarar voru Vitor Charrua (PFH) í einmenningi karla, Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH) í einmenningi kvenna, Pétur Rúðrik og Alex Máni (PG) í tvímenningi karla og Ingibjörg (PFH) og Jóhanna Bergsdóttir (Þór) í tvímenningi kvenna.
Í einmenningi karla sigraði Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur. Hann sigraði ríkjandi Íslandsmeistara Vitor Charrua 7-6 í æsispennandi úrslitaleik sem fór alla leið í oddalegg. Á leið sinni í átt að titlinum sigraði Matthías þá Ólaf Sigurjónsson (PFR) 5-1, Pál Árna (PG) 5-0, Rudolf Einarsson (PR) 5-0 og Bjarna Sigurðsson (Þór) 6-3. Matthías var með meðaltalið 74,88 yfir allt mótið, átti fæstar pílur (12) og tók út hæsta útskotið (170).
Í einmenningi kvenna sigraði María Steinunn Jóhannesdóttir úr Pílukastfélagi Reykjavíkur. Hún sigraði Þórey Gunnarsdóttur (PFR) 5-2 í 16 manna úrslitum, Petreu Friðriksdóttur (PFR) 5-1 í 8 manna úrslitum, ríkjandi Íslandsmeistara Ingibjörgu Magnúsdóttur (PFH) 6-5 í undanúrslitum og Diljá Töru Helgadóttur (PFR) 7-3 í úrslitaleiknum. María vann þar með sinn fjórða Íslandsmeistaratitil en hún var með 50.34 í meðaltal yfir allt mótið.
Í tvímenningi karla sigruðu þeir Þorgeir Guðmundsson úr Pílukastfélagi Reykjavíkur og Guðjón Hauksson úr Pílufélagi Grindavíkur en þeir eru báðir margfaldir Íslandsmeistarar. Þeir sigruðu Vitor Charrua (PFH) og Hallgrím Egilsson (PFR) 7-1 í úrslitaleiknum og var Guðjón með 70,23 í meðaltal í öllu mótinu og Þorgeir 64,56.
Í tvímenningi kvenna sigruðu þær Ingibjörg Magnúsdóttir úr Pílufélagi Hafnarfjarðar og Jóhanna Bergsdóttir úr Píludeild Þórs. Þær sigruðu Petreu Friðriksdóttur (PFR) og Sigríði Jónsdóttur (PR) 7-2 í úrslitaleiknum. Ingibjörg var með 45,53 í meðaltal í öllu mótinu og fylgdi Jóhanna fast á eftir með 44,21 í meðaltal.
Hægt er að skoða upptöku úr öllum leikjum helgarinnar á www.facebook.com/livedartsiceland
ÍPS vill óska sigurvegurum helgarinnar innilega til hamingju og þakkar öllum sem komu að mótinu á einn eða annan hátt kærlega fyrir. Við viljum einnig minna á aðalfund sambandsins miðvikudagskvöldið 11. mars kl. 18:30.
Stigamót 5-8 verða síðan haldin helgina 28.-29. mars næstkomandi í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar en opnað verður á skráningu í mótin innan nokkurra daga en þar munu línur skýrast enn betur hvaða spilarar tryggja sér þátttöku í Úrvalsdeildinni í pílukasti 2020.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…