Categories: Fréttir

Íslandsmót Cricket 2022 – Úrslit

Það voru þau Vitor Charrua og Ingibjörg Magnúsdóttir sem urðu Íslandsmeistarar í Cricket árið 2022 en mótið var haldið á Bullseye þann 27. febrúar síðastliðinn. Alls voru um 50 keppendur skráðir til leiks en spiluð var riðlakeppni og fylgdi útsláttur í kjölfarið í karla- og kvennaflokki.

Það má segja að Vitor og Ingibjörg hafi verið áskrifendur að Íslandsmeistaratitlinum í Cricket undanfarin ár en þetta var fimmti Íslandsmeistaratitill sem Vitor hreppti og sá sjöundi hennar Ingibjargar. Þau spiluðu vel allt mótið og voru vel að sigrunum komin.

Vitor átti nokkuð greiða leið að titlinum. Hann tapaði einungis einum legg í riðlakeppninni og var efstur í sínum riðli. Í útslættinum sigraði hann Guðjón Sigurðsson 3-0 í 32 manna úrslitum, Scott Ramsay 3-0 í 16 manna úrslitum, Eirík Má Reynisson 4-1 í 8 manna úrslitum, Hörð Þór Guðjónsson 5-2 í undanúrslitum og Hallgrím Egilsson 6-2 í úrslitaleiknum.

Ingibjörg Magnúsdóttir fór svipaða leið og Vitor að titlinum. Hún tapaði ekki legg í riðlakeppninni en þurfti þó að ná í alla þá reynslu sem hún hefur safnað í undanúrslitaleiknum þegar hún sigraði Brynju Herborgu Jónsdóttur 5-4. Í úrslitaleiknum sigraði hún síðan Svanhvíti Helgu Hammer 6-2.

ÍPS óskar öllum sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þeim sem komu að mótinu á einn eða annan hátt. Hér fyrir neðan má sjá myndir af þeim keppendum sem lentu í 1-4 sæti í karla- og kvennaflokki.

Vitor Charrua (PFH) Íslandsmeistari karla í Cricket 2022
Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH) Íslandsmeistari kvenna í Cricket 2022

ipsdart

Recent Posts

Íslandsmótið í Cricket – Lokun á skráningu

Okkur í hefur borist ábendingu um að það gleymdist að setja inn upplýsingar varðandi hvenar…

3 dagar ago

Íslandsmót í Cricket – tvímenningur – Ný tímasetning

Stjórn ÍPS hefur ákveðið að breyta tímasetningu á tvímenningum í íslandsmótinu í Cricket sökum fárra…

3 dagar ago

Áminning vegna skráningar á Íslm. í Cricket

Stjórn ÍPS vill minna á skráningu á Íslandsmótið í Cricket sem verður haldið í aðstöðu…

6 dagar ago

Ný regla varðandi skráningu á mót ÍPS

Stjórn ÍPS hefur ákveðið að setja inn nýja reglu varðandi skráningu á mót ÍPS. Reglan…

2 vikur ago

Tilkynning varðandi umsókn fyrir Masters og Íslandsmót í Cricket

Umsókn á boðsmiðum á Masters Vegna tæknilega vandamála þá lá heimasíða ÍPS niðri núna um…

3 vikur ago