Það voru þau Vitor Charrua og Ingibjörg Magnúsdóttir sem urðu Íslandsmeistarar í Cricket árið 2022 en mótið var haldið á Bullseye þann 27. febrúar síðastliðinn. Alls voru um 50 keppendur skráðir til leiks en spiluð var riðlakeppni og fylgdi útsláttur í kjölfarið í karla- og kvennaflokki.
Það má segja að Vitor og Ingibjörg hafi verið áskrifendur að Íslandsmeistaratitlinum í Cricket undanfarin ár en þetta var fimmti Íslandsmeistaratitill sem Vitor hreppti og sá sjöundi hennar Ingibjargar. Þau spiluðu vel allt mótið og voru vel að sigrunum komin.
Vitor átti nokkuð greiða leið að titlinum. Hann tapaði einungis einum legg í riðlakeppninni og var efstur í sínum riðli. Í útslættinum sigraði hann Guðjón Sigurðsson 3-0 í 32 manna úrslitum, Scott Ramsay 3-0 í 16 manna úrslitum, Eirík Má Reynisson 4-1 í 8 manna úrslitum, Hörð Þór Guðjónsson 5-2 í undanúrslitum og Hallgrím Egilsson 6-2 í úrslitaleiknum.
Ingibjörg Magnúsdóttir fór svipaða leið og Vitor að titlinum. Hún tapaði ekki legg í riðlakeppninni en þurfti þó að ná í alla þá reynslu sem hún hefur safnað í undanúrslitaleiknum þegar hún sigraði Brynju Herborgu Jónsdóttur 5-4. Í úrslitaleiknum sigraði hún síðan Svanhvíti Helgu Hammer 6-2.
ÍPS óskar öllum sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þeim sem komu að mótinu á einn eða annan hátt. Hér fyrir neðan má sjá myndir af þeim keppendum sem lentu í 1-4 sæti í karla- og kvennaflokki.
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…