ÍPS kynnir með stolti Íslandsmót félagsliða 2021. Íslandsmótið skiptist í A- og B- deild en hvert aðildarfélag getur skráð tvö lið til þátttöku, eitt í A og eitt í B. Allir greiddir félagsmenn hvers aðildarfélags geta tekið þátt fyrir sitt félag en það er í höndum stjórnar hvers félags að velja A lið og B lið fyrir hvern leik í deildunum. Að lágmárki þurfa 4 spilarar að keppa í A liði og 4 í B liði í hverjum leik en þeir mega vera fleiri. (Ekki er leyfilegt fyrir spilara að spila bæði í A og B á meðan deildin stendur yfir).
Öll skuldlaus aðildarfélög ÍPS hafa rétt til þess að skrá lið til leiks.
Fyrsta umferð er áætluð fimmtudagskvöldið 9. september kl. 19:30 og verða allir leikir deildanna spilaðir á fimmtudagskvöldum. Skráningu líða lýkur sunnudaginn 29. ágúst kl. 22:00 og er það á ábyrgð stjórnar hvers félags að skrá lið. Nánara fyrirkomulag og leikjaröðun verður gefin út fljótlega eftir að skráningarfresti lýkur.
Nánari upplýsingar um reglur og fyrirkomulag má sjá hér: REGLUR OG FYRIRKOMULAG
Liðablað fyrir leiki má nálgast hér: LIÐABLAÐ A OG B DEILD
Skráning í deildirnar er hér fyrir neðan:
Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…