Fréttir

Íslandsmót félagsliða 2021 – Skráning

ÍPS kynnir með stolti Íslandsmót félagsliða 2021. Íslandsmótið skiptist í A- og B- deild en hvert aðildarfélag getur skráð tvö lið til þátttöku, eitt í A og eitt í B. Allir greiddir félagsmenn hvers aðildarfélags geta tekið þátt fyrir sitt félag en það er í höndum stjórnar hvers félags að velja A lið og B lið fyrir hvern leik í deildunum. Að lágmárki þurfa 4 spilarar að keppa í A liði og 4 í B liði í hverjum leik en þeir mega vera fleiri. (Ekki er leyfilegt fyrir spilara að spila bæði í A og B á meðan deildin stendur yfir).

Öll skuldlaus aðildarfélög ÍPS hafa rétt til þess að skrá lið til leiks.

Fyrsta umferð er áætluð fimmtudagskvöldið 9. september kl. 19:30 og verða allir leikir deildanna spilaðir á fimmtudagskvöldum. Skráningu líða lýkur sunnudaginn 29. ágúst kl. 22:00 og er það á ábyrgð stjórnar hvers félags að skrá lið. Nánara fyrirkomulag og leikjaröðun verður gefin út fljótlega eftir að skráningarfresti lýkur.

Nánari upplýsingar um reglur og fyrirkomulag má sjá hér: REGLUR OG FYRIRKOMULAG
Liðablað fyrir leiki má nálgast hér: LIÐABLAÐ A OG B DEILD

Skráning í deildirnar er hér fyrir neðan:

ipsdart

Recent Posts

Tilkynning varðandi umsókn fyrir Masters og Íslandsmót í Cricket

Umsókn á boðsmiðum á Masters Vegna tæknilega vandamála þá lá heimasíða ÍPS niðri núna um…

1 vika ago

UK4 – Reykjavík – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í laugardaginn, 12.júli, var haldin fjórða undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Snooker&Pool í Reykjavík. 31…

2 vikur ago

Dartung 3 verður haldið á Akureyri

Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…

3 vikur ago

Umsókn fyrir boðsmiða á WDF Masters

WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…

4 vikur ago

UK3 – Reykjanesbær – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 29.júni, var haldin þriðja undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Reykjanesbæ. 45 leikmenn mættu…

4 vikur ago