Categories: Fréttir

Íslandsmót félagsliða 2022 / Uppfært dagatal

Stjórn ÍPS hefur ákveðið að Íslandsmót félagsliða árið 2022 verður spilað með öðru sniði en undanfarið ár. Markmiðið með breytingunni er að undirbúa íslenska pílukastara undir komandi landsliðsverkefni og byrja undirbúning mótstjórnar fyrir Norðurlandamótið 2024 en mótið verður næst haldið á Íslandi. Einnig gefur þessi breyting fleiri keppendum færi á að taka þátt í mótinu en í ár geta aðildarfélög sent inn 3 lið í mótið í stað 2 liða í fyrra.

  • Íslandsmót félagsliða 2022 verður spilað með svipuðum hætti og Norðurlandamót WDF er spilað. Helstu atriðin eru eftirfarandi:
  • Hvert aðildarfélag má senda inn 2 karlalið og 1 kvennalið til keppni. Hvert lið samanstendur af 4 keppendum sem eru skráðir og greiddir félagsmenn í aðildarfélagi.
  • Keppt verður í tvímenning, einmenning og liðakeppni á einni helgi (laugardagur-sunnudags)
  • Liðin safna stigum fyrir sitt aðildarfélag eftir því hve vel gengur í hverri keppni
  • Það aðildarfélag sem safnar flestum stigum verður krýnt Íslandsmeistari félagsliða 2022.

ÍPS hefur einnig gert breytingar á dagatali sambandsins. Þær eru:

  • Auka umferð í NOVIS deildinni bætt við 11. september og úrslit í NOVIS sett á 13. nóvember
  • Íslandsmót 501 tvímenningur mun einungis spilast á sunnudeginum 25. sept
  • Íslandsmót 301 einmenningur mun einungis spilast á sunnudeginum 30. október
  • Íslandsmót 301 tvímenningur mun einungis spilast á sunnudeginum 27. nóvember
  • Úrvalsdeild sett í staðinn fyrir Íslandsmót félagsliða (Nánari upplýsingar koma síðar)

Regluverk Íslandsmóts félagsliða 2022 er í mótun en hægt er að skoða nýjustu útgáfuna HÉR

Hér má sjá uppfært dagatal ÍPS

ipsdart

Recent Posts

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

10 klukkustundir ago

Dartung 4 – Úrslit og stigameistarar 2024 krýndir.

4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…

2 dagar ago

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…

2 vikur ago

Floridana deildin – 5. umferð – Úrslit

5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…

1 mánuður ago

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…

1 mánuður ago