Íslandsmót félagsliða 2023 fór fram með pompi og prakt um síðastliðna helgi á Bullseye Reykjavík en 8 aðildarfélög ÍPS í karlaflokki tóku þátt og 5 af þeim sendu einnig inn kvennalið. Keppt var því um 2 Íslandsmeistaratitla, í karla- og kvennaflokki. Á laugardag var keppt í tvímenning og einmenning og á sunnudag var haldið áfram keppni í einmenning og í kjölfarið var liðamót spilað. Aðildarfélögin söfnuðu sér stigum eftir því hve langt keppendur frá þeim komust í hverri grein fyrir sig og eftir liðamótið kom í ljós hvaða félög yrðu Íslandsmeistarar.
Í karlaflokki var það Pílufélag Grindavíkur sem tryggði sér titilinn, 3ja árið í röð. Í tvímenning komust öll pör félagsins í 8 liða úrslit en þeir Guðmundur Valur Sigurðsson og Guðjón Sigurðsson komust í undanúrslit. Það var síðan Alexander Veigar Þorvaldsson sem gerði sér lítið fyrir og sigraði einmenninginn með 84 í meðaltal í úrslitaleiknum. Í liðamótinu var það síðan A lið félagsins sem gulltryggði Íslandsmeistaratitilinn með sigri á A liði Pílukastfélags Reykjavíkur í úrslitaleiknum. A liðið var skipað þeim Matthíasi Erni Friðrikssyni, Birni Steinar Brynjólfssyni, Guðmundi Val Sigurðssyni og Atla Kolbeini Atlasyni.
Í kvennaflokki var það Pílukastfélag Hafnarfjarðar sem varð Íslandsmeistari. Í tvímenning komust þær Ingibjörg Magnúsdóttir og Brynja Björk Jónsdóttir í úrslit en þurftu að sætta sig við 2-4 tap í úrslitaleiknum. Í einmenning komust þær lengst í 8 manna úrslit en þær komu sterkar til leiks í liðmótinu og sigruðu PR í úrslitaleiknum og dugði það til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Lið PFH var skipað þeim Ingibjörgu Magnúsdóttur, Brynju Björk Jónsdóttur, Söru Heimisdóttur og Hörpu Nóadóttur.
Sigurvegarar allra mótshluta má sjá hér:
Tvímenningur kvenna: Petrea Friðriksdóttir og Brynja Herborg (PFR)
Tvímenningur karla: Siggi Tomm og Gunnar H. Ólafsson (PFA)
Einmenningur kvenna: Brynja Herborg (PFR)
Einmenningur karla: Alexander Veigar Þorvaldsson (PG)
Liðamót kvenna: Pílukastfélag Hafnarfjarðar
Liðamót kvenna: A lið Pílufélags Grindavíkur
ÍPS vill þakka siguvegurum helgarinnar innilega til hamingju og miklar þakkir sendar til allra þeirra sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt.
Næst á dagskrá eru 8 manna úrslit Úrvalsdeildarinnar en þau fara fram í kvöld þriðjudag á Bullseye og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 19:30.
Hér fyrir neðan má sjá lokastigatöfluna ásamt myndum af sigurvegurum og öllum liðum:
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…