Íslandsmót félagsliða 2024 fór fram með pompi og prakt síðastliðna helgi í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur og voru alls 9 aðildarfélag sem sendu inn lið til keppni þetta árið.
Pílufélag Grindavíkur stóð upp sem Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki endaði PG með 240 stig og voru 107 stigum á undan Pílufélagi Reykjanesbæjar sem lenti í 2. sæti með 133 stig. Pílukastfélag Reykjavíkur lenti síðan í 3. sæti með 105 stig. Hér má síðan sjá heildarstöðu allra liða í karlaflokki:
Pílufélag Grindavíkur – 240 stig
Pílufélag Reykjanesbæjar – 133 stig
Pílukastfélag Reykjavíkur – 105 stig
Píludeild Þórs – 88 stig
Pílufélag Kópavogs – 84 stig
Pílukastfélag Skagafjarðar – 73 stig
Pílufélag Akraness – 44 stig
Pílukastfélag Hafnarfjarðar – 44 stig
Pílufélag Dalvíkur – 5 stig
Í kvennaflokki sendu 6 aðildarfélag lið til leiks og var heildarstaðan eftirfarandi:
Pílufélag Grindavíkur – 149 stig
Pílukastfélag Reykjavíkur – 97 stig
Pílufélag Reykjanesbæjar – 57 stig
Pílukastfélag Hafnarfjarðar – 55 stig
Píludeild Þórs – 47 stig
Pílufélag Kópavogs – 29 stig
Keppt var í einmenning, tvímenning og liðakeppni og sigurvegarar mótshlutana urðu eftirfarandi:
Einmenningur karla – Hörður Þór Guðjónsson
Einmenningur kvenna – Steinunn Dagný Ingvarsdóttir
Tvímenningur karla – Pétur Rúðrik Guðmundsson og Alexander Veigar Þorvaldsson
Tvímenningur kvenna – Árdís Sif Guðjónsdóttir og Svana Hammer
Liðamót karla – B lið Pílufélags Grindavíkur
Liðamót kvenna – Pílufélag Grindavíkur
ÍPS óskar öllum sigurvegurum helgarinnar til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þeim sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt kærlega fyrir.
Hér má síðan sjá myndir af verðlaunahöfum helgarinnar:
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…