Fréttir

Íslandsmót félagsliða 2024 – Úrslit

Íslandsmót félagsliða 2024 fór fram með pompi og prakt síðastliðna helgi í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur og voru alls 9 aðildarfélag sem sendu inn lið til keppni þetta árið.

Pílufélag Grindavíkur stóð upp sem Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki endaði PG með 240 stig og voru 107 stigum á undan Pílufélagi Reykjanesbæjar sem lenti í 2. sæti með 133 stig. Pílukastfélag Reykjavíkur lenti síðan í 3. sæti með 105 stig. Hér má síðan sjá heildarstöðu allra liða í karlaflokki:

Pílufélag Grindavíkur – 240 stig
Pílufélag Reykjanesbæjar – 133 stig
Pílukastfélag Reykjavíkur – 105 stig
Píludeild Þórs – 88 stig
Pílufélag Kópavogs – 84 stig
Pílukastfélag Skagafjarðar – 73 stig
Pílufélag Akraness – 44 stig
Pílukastfélag Hafnarfjarðar – 44 stig
Pílufélag Dalvíkur – 5 stig

Í kvennaflokki sendu 6 aðildarfélag lið til leiks og var heildarstaðan eftirfarandi:

Pílufélag Grindavíkur – 149 stig
Pílukastfélag Reykjavíkur – 97 stig
Pílufélag Reykjanesbæjar – 57 stig
Pílukastfélag Hafnarfjarðar – 55 stig
Píludeild Þórs – 47 stig
Pílufélag Kópavogs – 29 stig

Keppt var í einmenning, tvímenning og liðakeppni og sigurvegarar mótshlutana urðu eftirfarandi:

Einmenningur karla – Hörður Þór Guðjónsson
Einmenningur kvenna – Steinunn Dagný Ingvarsdóttir
Tvímenningur karla – Pétur Rúðrik Guðmundsson og Alexander Veigar Þorvaldsson
Tvímenningur kvenna – Árdís Sif Guðjónsdóttir og Svana Hammer
Liðamót karla – B lið Pílufélags Grindavíkur
Liðamót kvenna – Pílufélag Grindavíkur

ÍPS óskar öllum sigurvegurum helgarinnar til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þeim sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt kærlega fyrir.

Hér má síðan sjá myndir af verðlaunahöfum helgarinnar:

ipsdart

Recent Posts

Dartung 2 – Úrslit

Önnur umferðin í Dartung var haldið þann 3 maí í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. 40 börn…

15 klukkustundir ago

Grand Prix 2025 – Opið fyrir skráningu

Búið er að opna fyrir skráningu á Grand Prix 2025 sem verður haldið 17. Maí…

1 dagur ago

Dartung 2 – 3. Maí 2025

Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…

7 dagar ago

Iceland Open/Iceland Masters 2025

Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…

1 vika ago

Iceland Open/Masters bolir til sölu – Iceland Open/Masters shirts for sale

Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…

1 vika ago

Iceland Masters 2025 – Sunday 27th of april

The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…

1 vika ago