Íslandsmót félagsliða – Deildarkeppni lokið

Þá er deildarkeppni Íslandsmóts félagsliða 2021 lokið og komið í ljós hvaða lið spila í undanúrslitum, hvaða lið falla og hvaða lið komast upp um deild.

Í A-deildinni varð Pílufélag Grindavíkur í fyrsta sæti, Pílukastfélag Reykjavíkur í öðru sæti og eru þau með heimavallarrétt í undanúrslitum. Pílukastfélag Hafnarfjarðar lenti í þriðja sæti og Pílufélag Akraness í því fjórða. Leikirnir í undanúrslitum A-deildar verða því:

Pílufélag Grindavíkur vs Pílufélag Akraness
Pílukastfélag Reykjavíkur vs Pílukastfélag Hafnarfjarðar

Báðir leikirnir fara fram fimmtudaginn 11. nóvember næstkomandi og byrja kl. 19:30

Úrslitaleikur A-deildar fer síðan fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í lok nóvember og verður auglýstur síðar.

Pílukastfélagið Gosar og Pílufélag Reykjanesbæjar lentu í tveimur neðstu sætunum og falla því niður í B deild á næsta ári.

Í B deildinni sigraði Pílukastfélag Reykjavíkur og Pílufélag Grindavíkur lenti í öðru sæti. Þessi tvö félög leika því í A-deild á næsta ári.

Hér fyrir neðan má síðan sjá lokastöðuna í A- og B- deild:

A-deild:

B-deild:

ipsdart

Recent Posts

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

9 klukkustundir ago

Dartung 4 – Úrslit og stigameistarar 2024 krýndir.

4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…

2 dagar ago

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…

2 vikur ago

Floridana deildin – 5. umferð – Úrslit

5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…

1 mánuður ago

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…

1 mánuður ago