Íslandsmót félagsliða – Deildarkeppni lokið

Þá er deildarkeppni Íslandsmóts félagsliða 2021 lokið og komið í ljós hvaða lið spila í undanúrslitum, hvaða lið falla og hvaða lið komast upp um deild.

Í A-deildinni varð Pílufélag Grindavíkur í fyrsta sæti, Pílukastfélag Reykjavíkur í öðru sæti og eru þau með heimavallarrétt í undanúrslitum. Pílukastfélag Hafnarfjarðar lenti í þriðja sæti og Pílufélag Akraness í því fjórða. Leikirnir í undanúrslitum A-deildar verða því:

Pílufélag Grindavíkur vs Pílufélag Akraness
Pílukastfélag Reykjavíkur vs Pílukastfélag Hafnarfjarðar

Báðir leikirnir fara fram fimmtudaginn 11. nóvember næstkomandi og byrja kl. 19:30

Úrslitaleikur A-deildar fer síðan fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í lok nóvember og verður auglýstur síðar.

Pílukastfélagið Gosar og Pílufélag Reykjanesbæjar lentu í tveimur neðstu sætunum og falla því niður í B deild á næsta ári.

Í B deildinni sigraði Pílukastfélag Reykjavíkur og Pílufélag Grindavíkur lenti í öðru sæti. Þessi tvö félög leika því í A-deild á næsta ári.

Hér fyrir neðan má síðan sjá lokastöðuna í A- og B- deild:

A-deild:

B-deild:

ipsdart

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 dagar ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 vikur ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 vikur ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 vikur ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 vikur ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 vikur ago