Íslandsmót öldunga 2022 verður haldið hjá Pílukastfélagi Reykjavíkur að Tangarhöfða 2 laugardaginn 22. janúar.

Húsið opnar kl. 11:00 og hefst mótið kl. 13:00.

Skráning stendur til kl. 12:00 laugardaginn 22. janúar og skulu berast með sms í síma 820-4494, á pilapfr@gmail.com eða á staðnum.

Þátttökurétt á Íslandsmóti öldunga hafa félagsmenn ÍPS sem hafa náð eða verða 50 ára á árinu.

Þorraþema verður á mótinu í boði PFR.

Spilað verður 501 í riðlum og útslætti en spilafyrirkomulag ræðst af fjölda þátttakenda en hámarksfjöldi keppenda miðað við núgildandi samkomutakmarkanir íþróttaviðburða eru 50 keppendur.

Keppnisgjald er 3.500 kr. og greiðist á staðnum.

Ekki er styrkleikaraðað í þessu móti.

Við minnum alla keppendur að huga að sínum persónulegu sóttvörnum og mæta ekki ef einhver flensulík einkenni eru til staðar. Einnig mælum við með að taka Covid heimapróf áður en mætt er á staðinn.

Skráða keppendur má sjá með því að smella HÉR

ipsdart

Recent Posts

Floridana deildin 2025 – 1. umferð – Úrslit

Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…

21 klukkustund ago

Íslandsmót unglinga – U23 – U18 – U14

Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…

6 dagar ago

Floridana deildin NA – 1. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 vikur ago

Úrtakshópur landsliðs 2025 Suður-Kórea

Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…

2 vikur ago