Íslandsmót unglinga 2022 fór fram um helgina í Píluklúbbnum, Reykjavíkurvegi 64 og var frábær mæting í mótið en um 30 ungmenni freistuðu þess að verða Íslandsmeistarar í fjórum flokkum. Mótið var vel heppnað í alla staði og langar ÍPS að þakka öllum þeim sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt kærlega fyrir og óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn.
Keppt var í riðlum og fylgdi útsláttarkeppni í kjölfarið. Í stúlknaflokki 9-13 ára voru 8 keppendur og voru það Regína Sól og Linda Björk sem sigruðu sína riðla og þær mættust síðan í úrslitaleiknum og var það Regína sem hafði betur 3-0 og er því Íslandsmeistari í stúlknaflokki 9-13 ára og átti hún erfitt með að halda aftur tárunum þegar hún tók á móti bikarnum. Í 3-4 sæti lentu þær Valgerður Kristín Jónsdóttir og Guðfinna Sara Arnórsdóttir.
Í stúlknaflokki 14-18 ára voru 3 keppendur en Emilía Rós Hafdal Kristinsdóttir varð Íslandsmeistari eftir 3-1 sigur í úrslitaleiknum á móti Birnu Rós Daníelsdóttur en hún sigraði Thelmu Rut Þorvaldsdóttur í undanúrslitum.
Í drengjaflokki 9-13 ára voru 12 keppendur skráðir til leiks. Hinn 9 ára Axel James Wright kom sá og sigraði en hann varð Íslandsmeistari eftir 3-1 sigur á Sveinbirni Runólfssyni í úrslitaleiknum. Í 3-4 sæti lentu þeir Óskar Hrafn Harðarson og Eiður Aron Marteinsson.
Í drengjaflokki 14-18 ára mættu 8 keppendur til leiks en Alexander Veigar Þorvaldsson varð Íslandsmeistari 3ja árið í röð en hann sigraði Alex Mána Pétursson í úrslitaleiknum 5-0. Í 3-4 sæti lentu þeir Tómas Breki Bjarnason og Ottó Helgason.
Hægt er að horfa á upptöku af mótinu HÉR en það var sýnt í beinni útsendingu hjá Live Darts Iceland
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…