Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi.
Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga í apríl en vegna ófyrirsjánlega aðstæðna tengt mótsstað á Akureyri Open þurfti að færa þetta stórglæsilega mót Þórsara á sömu dagsetningu og ráðgert var að halda Íslandsmót unglinga. ÍPS ákvað að koma til móts við Pilufélags Þórs og færa Íslandsmót Unglinga til 25. maí.
Skráning á mótið og nánari fyrirkomulag verður auglýst þegar nær dregur.
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…
Við minnum ykkur á að keppt er bæði í PFR og Bullseye. Deildir sem eru…
ÍPS byrjar aftur með kvennadeildir í Floridana mótaröðinni. Á nýju ári ákváðum við að byrja…