Texti og myndir fengnar af www.thorsport.is – Páll Jóhannesson
Á laugardag fór fram Íslandsmót unglinga U18 í pílukasti og fór mótið fram í aðstöðu Píludeildar Þórs í íþróttahúsinu við Laugargötu.
Metþátttaka var í drengja og stúlkna flokki sem var mjög ánægjulegt að sjá. Keppendur, sem voru 15 talsins (9 drengir og 6 stúlkur) komu frá þremur félögum þ.e. Píludeild Þórs, Pílufélagi Grindavíkur og Pílufélagi Reykjanesbæjar.
Yngsti keppandinn á mótinu var Axel James Wright en hann verður 9 ára á árinu og kemur úr röðum Þórs. Þá má einnig geta þess að Þórunn Birna Kristinsdóttir sem lenti í öðru sæti stúlkna var að keppa á sínu fyrsta móti. Þórunn keppir einnig fyrir Þór.
Úrslit á mótinu voru Svohljóðandi:
Drengir:
1. Alexander Veigar Þorvaldsson
2. Ástþór Ingi Gestsson
3.4. Alex Máni Pétursson og Tómas Breki Bjarnason
Stúlkur:
1. Andrea Margrét Davíðsdóttir
2. Þórunn Birna Kristinsdóttir
3.-4. Þórdís Etna Þórarinsdóttir og Thelma Þorvaldsdóttir.
Stjórn ÍPS óskar öllum viðeigandi innilega til hamingju og þakkar Píludeild Þórs fyrir frábært mót.
Hægt er að horfa á upptöku af mótinu hér fyrir neðan:
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…