Fréttir

Íslandsmót unglinga – Úrslit

Texti og myndir fengnar af www.thorsport.is – Páll Jóhannesson

Á laugardag fór fram Íslandsmót unglinga U18 í pílukasti og fór mótið fram í aðstöðu Píludeildar Þórs í íþróttahúsinu við Laugargötu.

Metþátttaka var í drengja og stúlkna flokki sem var mjög ánægjulegt að sjá. Keppendur, sem voru 15 talsins (9 drengir og 6 stúlkur) komu frá þremur félögum þ.e. Píludeild Þórs, Pílufélagi Grindavíkur og Pílufélagi Reykjanesbæjar.

Yngsti keppandinn á mótinu var Axel James Wright en hann verður 9 ára á árinu og kemur úr röðum Þórs. Þá má einnig geta þess að Þórunn Birna Kristinsdóttir sem lenti í öðru sæti stúlkna var að keppa á sínu fyrsta móti. Þórunn keppir einnig fyrir Þór. 

Úrslit á mótinu voru Svohljóðandi:
Drengir:
1. Alexander Veigar Þorvaldsson
2. Ástþór Ingi Gestsson 
3.4. Alex Máni Pétursson og Tómas Breki Bjarnason

Stúlkur:
1. Andrea Margrét Davíðsdóttir
2. Þórunn Birna Kristinsdóttir
3.-4. Þórdís Etna Þórarinsdóttir og Thelma Þorvaldsdóttir. 

Stjórn ÍPS óskar öllum viðeigandi innilega til hamingju og þakkar Píludeild Þórs fyrir frábært mót.

Hægt er að horfa á upptöku af mótinu hér fyrir neðan:

Alexander Þorvaldsson
Andrea Margrét Davíðsdóttir
Allir verðlaunahafar á mótinu
ipsdart

Recent Posts

Dartung 2 – 3. Maí 2025

Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…

4 dagar ago

Iceland Open/Iceland Masters 2025

Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…

6 dagar ago

Iceland Open/Masters bolir til sölu – Iceland Open/Masters shirts for sale

Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…

7 dagar ago

Iceland Masters 2025 – Sunday 27th of april

The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…

1 vika ago

Iceland Open 2025 – Saturday 26th of april

Finally the day has arrived and we are proud to present the schedule for the…

1 vika ago

Fatareglur í ÍPS mótum/Players attire in ÍPS tournaments

Í langan tíma hefur verið rökræður meðal keppenda um fatareglur á mótum og reglur óskýrar,…

2 vikur ago