Texti og myndir fengnar af www.thorsport.is – Páll Jóhannesson
Á laugardag fór fram Íslandsmót unglinga U18 í pílukasti og fór mótið fram í aðstöðu Píludeildar Þórs í íþróttahúsinu við Laugargötu.
Metþátttaka var í drengja og stúlkna flokki sem var mjög ánægjulegt að sjá. Keppendur, sem voru 15 talsins (9 drengir og 6 stúlkur) komu frá þremur félögum þ.e. Píludeild Þórs, Pílufélagi Grindavíkur og Pílufélagi Reykjanesbæjar.
Yngsti keppandinn á mótinu var Axel James Wright en hann verður 9 ára á árinu og kemur úr röðum Þórs. Þá má einnig geta þess að Þórunn Birna Kristinsdóttir sem lenti í öðru sæti stúlkna var að keppa á sínu fyrsta móti. Þórunn keppir einnig fyrir Þór.
Úrslit á mótinu voru Svohljóðandi:
Drengir:
1. Alexander Veigar Þorvaldsson
2. Ástþór Ingi Gestsson
3.4. Alex Máni Pétursson og Tómas Breki Bjarnason
Stúlkur:
1. Andrea Margrét Davíðsdóttir
2. Þórunn Birna Kristinsdóttir
3.-4. Þórdís Etna Þórarinsdóttir og Thelma Þorvaldsdóttir.
Stjórn ÍPS óskar öllum viðeigandi innilega til hamingju og þakkar Píludeild Þórs fyrir frábært mót.
Hægt er að horfa á upptöku af mótinu hér fyrir neðan:
Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…
Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…
Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…
The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…
Finally the day has arrived and we are proud to present the schedule for the…
Í langan tíma hefur verið rökræður meðal keppenda um fatareglur á mótum og reglur óskýrar,…