Það var margt um manninn og mikið fjör þegar Íslandsmót Ungmenna 2023 fór fram á Bullseye, Reykjavík sunnudaginn 30. apríl sl. 32 keppendur tóku þátt í þremur aldurshópum en keppt var í U13 drengja og stúlkna, U18 drengja og stúlkna og nú í fyrsta skipti í U21 karla.
Það var hún Linda Björk Atladóttir frá Grindavík sem varð Íslandsmeistari eftir úrslitaleik gegn Guðfinnu Söru Arnórsdóttir, líka frá Grindavík, sem hafnaði í 2. sæti.
Axel James Wright varð Íslandsmeistari U13 ára eftir úrslitaleik gegn Marel Högna Jónssyni sem hafnaði í 2. sæti. Í 3. – 4. sæti voru Kári Vagn Birkisson og Gísli Galdur Jónasson. Alls tóku 7 drengir þátt í þessum aldurshópi.
Emilía Hafdal Kristinsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Birnu Rós Daníelsdóttur sem hafnaði í 2. sæti. Í 3. – 4. sæti voru þær Regína Sól Pétursdóttir og Nadía Ósk Guðmundsdóttir. 5 stúlkur kepptu í þessum aldursflokki.
Gunnar Guðmundsson varð Íslandsmeistari eftir úrslitaleik gegn Tristani Yl Guðjónssyni sem hafnaði í 2. sæti. Gunnar tryggði sér einnig sæti í Úrvalsdeild Stöð2 Sport. Í 3. – 4. sæti voru þeir Henrik Hugi Helgason og Orri Arason. Alls kepptu 15 drengir í þessum aldursflokki.
Í ár var í fyrsta skipti var keppt á Íslandsmóti í flokki U21 árs. Það var Reykjavíkurleika-meistarinn Alexander Veigar Þorvaldsson sem varð Íslandsmeistari eftir úrslitaleik gegn Alex Mána Péturssyni. 4 drengir kepptu í þessum aldursflokki. Í 3. – 4. sæti voru þeir Ágúst Örn Vilbergsson og Helgi Harðarson.
ÍPS langar að þakka styrktaraðila ungliðastarfs ÍPS, PingPong.is sérstaklega fyrir stuðninginn sinn og þakka í leiðinni öllum sjálfboðaliðum sem tóku þátt í skipulagningu og mótstjórn.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…