Fréttir

Linda, Axel, Emilía, Gunnar og Alexander eru Íslandsmeistarar ungmenna 2023

Það var margt um manninn og mikið fjör þegar Íslandsmót Ungmenna 2023 fór fram á Bullseye, Reykjavík sunnudaginn 30. apríl sl. 32 keppendur tóku þátt í þremur aldurshópum en keppt var í U13 drengja og stúlkna, U18 drengja og stúlkna og nú í fyrsta skipti í U21 karla.

U13 stúlkna

Það var hún Linda Björk Atladóttir frá Grindavík sem varð Íslandsmeistari eftir úrslitaleik gegn Guðfinnu Söru Arnórsdóttir, líka frá Grindavík, sem hafnaði í 2. sæti.

Linda Björk 1. sæti
Guðfinna Sara 2. sæti

U13 drengja

Axel James Wright varð Íslandsmeistari U13 ára eftir úrslitaleik gegn Marel Högna Jónssyni sem hafnaði í 2. sæti. Í 3. – 4. sæti voru Kári Vagn Birkisson og Gísli Galdur Jónasson. Alls tóku 7 drengir þátt í þessum aldurshópi.

Axel James 1. sæti
Marel Högni 2. sæti
Kári Vagn 3.-4. sæti
Gísli Galdur 3.-4. sæti

U18 stúlkna

Emilía Hafdal Kristinsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Birnu Rós Daníelsdóttur sem hafnaði í 2. sæti. Í 3. – 4. sæti voru þær Regína Sól Pétursdóttir og Nadía Ósk Guðmundsdóttir. 5 stúlkur kepptu í þessum aldursflokki.

Emilía Hafdal 1. sæti
Birna Rós 2. sæti
Regína Sól 3.-4. sæti
Nadía Ósk 3.-4. sæti

U18 drengja

Gunnar Guðmundsson varð Íslandsmeistari eftir úrslitaleik gegn Tristani Yl Guðjónssyni sem hafnaði í 2. sæti. Gunnar tryggði sér einnig sæti í Úrvalsdeild Stöð2 Sport. Í 3. – 4. sæti voru þeir Henrik Hugi Helgason og Orri Arason. Alls kepptu 15 drengir í þessum aldursflokki.

Gunnar 1. sæti
Tristan Ylur 2. sæti
Orri og Henrik Hugi 3.-4. sæti

U21 drengja

Í ár var í fyrsta skipti var keppt á Íslandsmóti í flokki U21 árs. Það var Reykjavíkurleika-meistarinn Alexander Veigar Þorvaldsson sem varð Íslandsmeistari eftir úrslitaleik gegn Alex Mána Péturssyni. 4 drengir kepptu í þessum aldursflokki. Í 3. – 4. sæti voru þeir Ágúst Örn Vilbergsson og Helgi Harðarson.

Alexander 1. sæti
Alex Máni 2. sæti
Ágúst Örn 3.-4. sæti
Helgi 3.-4 sæti

ÍPS langar að þakka styrktaraðila ungliðastarfs ÍPS, PingPong.is sérstaklega fyrir stuðninginn sinn og þakka í leiðinni öllum sjálfboðaliðum sem tóku þátt í skipulagningu og mótstjórn.

Helgi Pjetur

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

13 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago