Stjórn ÍPS vill minna á að skráning á íslandsmót ungmenna í 501 er í fullum gangi. Mótið verður haldið laugardaginn 24. maí. Þátttökugjaldið er 3000kr og líkur skráningu á mótið föstudaginn 23. maí, klukkan 18:00. Frekari upplýsingar varðandi fyrirkomulag mótsins má finna á skráningartenglinum neðst í þessari frétt.
Stjórn ÍPS hvetur öll ungmenni sem eru að stunda æfingar í pílu hjá pílufélögum landsins að mæta á þetta mót. Þetta er stærsta og flottasta mót ársins sem er haldið fyrir þessa aldursflokka á Íslandi og sigurvegari hvers flokks verður krýndur Íslandsmeistari. Einnig má nefna að mótið verður haldið á Bullseye, Snorrabraut 37, sem er stærsti og flottasti pílusalur í Evrópu og bara það að fá tækifæri að keppa á móti í þessum stórglæsilega sal er þess virði að taka þátt í þessu flotta móti.
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…