Fréttir

Íslandsmótið í pílukasti 2023 – Dagskrá og fyrirkomulag

Núna á sunnudaginn (14. maí) fer Íslandsmótið í Pílukasti fram á Bullseye, Reykjavík. 92 keppendur eru skráðir til leiks, 77 keppendur í flokki karla og 15 í flokki kvenna.

Dregið verður í riðla og þeir birtir hér á dart.is á föstudagskvöldið (12. maí).

ATH! Mótastjórn áskilur sér rétt til að draga aftur ef þurfa þykir t.d. vegna forfalla!

Spilafyrirkomulag

Nánari upplýsingar, styrkleikaröðun og spilafyrirkomulag má nálgast í PDF skjali hér að neðan.

Dagskrá:

Sunnudagur 14. maí 2023
Riðlakeppni karla og kvenna og útsláttur. Mótstaður opnar kl. 09:00 og byrjað verður að spila kl. 11:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 60 mín fyrir upphaf riðils eða fyrir kl. 10:00

Mótstjórn:

Arna Rut Gunnlaugsdóttir ásamt Stjórn ÍPS sjá um mótstjórn

Þátttökuréttur í Úrvalsdeildinni

Íslandsmeistarar karla og kvenna tryggja sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni 2023 ásamt leikmönnum í 2. sæti. Sjá nánar um þátttökurétt í Úrvalsdeildina og reglur hér

Við minnum á að almennar keppnisreglur ÍPS gilda á mótinu og Regluverk ÍPS um Íslandsmót.

Helgi Pjetur

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

11 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago