Núna á sunnudaginn (14. maí) fer Íslandsmótið í Pílukasti fram á Bullseye, Reykjavík. 92 keppendur eru skráðir til leiks, 77 keppendur í flokki karla og 15 í flokki kvenna.
Dregið verður í riðla og þeir birtir hér á dart.is á föstudagskvöldið (12. maí).
ATH! Mótastjórn áskilur sér rétt til að draga aftur ef þurfa þykir t.d. vegna forfalla!
Nánari upplýsingar, styrkleikaröðun og spilafyrirkomulag má nálgast í PDF skjali hér að neðan.
Sunnudagur 14. maí 2023
Riðlakeppni karla og kvenna og útsláttur. Mótstaður opnar kl. 09:00 og byrjað verður að spila kl. 11:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 60 mín fyrir upphaf riðils eða fyrir kl. 10:00
Arna Rut Gunnlaugsdóttir ásamt Stjórn ÍPS sjá um mótstjórn
Þátttökuréttur í Úrvalsdeildinni
Íslandsmeistarar karla og kvenna tryggja sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni 2023 ásamt leikmönnum í 2. sæti. Sjá nánar um þátttökurétt í Úrvalsdeildina og reglur hér
Við minnum á að almennar keppnisreglur ÍPS gilda á mótinu og Regluverk ÍPS um Íslandsmót.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…