Íslandsmótið í 301 verður haldið helgina 16-17 október í aðstöðu Pílufélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík. Þátttökurétt hafa allir greiddir meðlimir ÍPS fyrir árið 2021. Hægt er að gerast meðlimur ÍPS með því að ganga í eitt af aðildarfélögum sambandsins og er það hægt með því að fylla út umsóknina hér til hægri á síðunni.
Dagskrá
Laugardagur 16. okt
Einmenningur karla og kvenna. Riðlakeppni og útsláttur í kjölfarið. Spilað er best af 5 í riðlum og byrjað í best af 7 í útslætti. Engin röðun í riðla. Nánara spilafyrirkomulag verður gefið út þegar skráningu lýkur og fjöldi keppenda staðfestur.
Húsið opnar kl. 09:30 og byrjað að spila kl. 11:00. ATH: Staðfesta þarf skráningu Á STAÐNUM fyrir kl. 10:30. Þeir keppendur sem mæta eftir þann tíma fá ekki að taka þátt í mótinu og er þátttökugjald ekki endurgreitt nema í undantekningartilfellum.
Þátttökugjald 4.000kr
Sunnudagur 17. okt
Tvímenningur karla og kvenna. Riðlakeppni og útsláttur í kjölfarið. Spilað er best af 5 í riðlum og byrjað í best af 7 í útslætti. Engin röðun í riðla. Nánara spilafyrirkomulag verður gefið út þegar skráningu lýkur og fjöldi liða staðfestur.
Húsið opnar kl. 09:30 og byrjað að spila kl. 11:00. ATH: Staðfesta þarf skráningu Á STAÐNUM fyrir kl. 10:30. Þeir keppendur sem mæta eftir þann tíma fá ekki að taka þátt í mótinu og er þátttökugjald ekki endurgreitt nema í undantekningartilfellum.
Þátttökugjald 4.000kr per lið
Skráningarfrestur í bæði mótin rennur út föstudaginn 15. okt kl. 18:00. ATH: Skráning er ekki gild nema búið sé að millifæra þátttökugjald.
Hægt er að millifæra á reikning ÍPS:
KT. 470385-0819
RN. 0301-26-014567
Hægt er að sjá skráða keppendur hér:
ATH listinn sýnir bara skráða keppendur sem greitt hafa þátttökugjald. Listinn er uppfærður á nokkurra daga fresti.
Skráning hér fyrir neðan:
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…