Categories: Íslandsmót

Íslandsmótið í 301

Íslandsmótið í 301 verður haldið helgina 16-17 október í aðstöðu Pílufélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík. Þátttökurétt hafa allir greiddir meðlimir ÍPS fyrir árið 2021. Hægt er að gerast meðlimur ÍPS með því að ganga í eitt af aðildarfélögum sambandsins og er það hægt með því að fylla út umsóknina hér til hægri á síðunni.

Dagskrá

Laugardagur 16. okt

Einmenningur karla og kvenna. Riðlakeppni og útsláttur í kjölfarið. Spilað er best af 5 í riðlum og byrjað í best af 7 í útslætti. Engin röðun í riðla. Nánara spilafyrirkomulag verður gefið út þegar skráningu lýkur og fjöldi keppenda staðfestur.

Húsið opnar kl. 09:30 og byrjað að spila kl. 11:00. ATH: Staðfesta þarf skráningu Á STAÐNUM fyrir kl. 10:30. Þeir keppendur sem mæta eftir þann tíma fá ekki að taka þátt í mótinu og er þátttökugjald ekki endurgreitt nema í undantekningartilfellum.

Þátttökugjald 4.000kr

Sunnudagur 17. okt

Tvímenningur karla og kvenna. Riðlakeppni og útsláttur í kjölfarið. Spilað er best af 5 í riðlum og byrjað í best af 7 í útslætti. Engin röðun í riðla. Nánara spilafyrirkomulag verður gefið út þegar skráningu lýkur og fjöldi liða staðfestur.

Húsið opnar kl. 09:30 og byrjað að spila kl. 11:00. ATH: Staðfesta þarf skráningu Á STAÐNUM fyrir kl. 10:30. Þeir keppendur sem mæta eftir þann tíma fá ekki að taka þátt í mótinu og er þátttökugjald ekki endurgreitt nema í undantekningartilfellum.

Þátttökugjald 4.000kr per lið

Skráningarfrestur í bæði mótin rennur út föstudaginn 15. okt kl. 18:00. ATH: Skráning er ekki gild nema búið sé að millifæra þátttökugjald.

Hægt er að millifæra á reikning ÍPS:
KT. 470385-0819
RN. 0301-26-014567

Hægt er að sjá skráða keppendur hér:

SKRÁNINGAR

ATH listinn sýnir bara skráða keppendur sem greitt hafa þátttökugjald. Listinn er uppfærður á nokkurra daga fresti.

Skráning hér fyrir neðan:

ipsdart

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 dagar ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 vikur ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 vikur ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 vikur ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 vikur ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 vikur ago