Íslandsmótið í Cricket fer fram á Bullseye, Snorrabraut 34 sunnudaginn 27 febrúar. Þátttökurétt hafa allir skráðir félgasmenn aðildarfélaga ÍPS. Keppt verður í karla- og kvennaflokki og dregið verði af handahófi í alla riðla. Þátttökugjald er 4.000kr. Skráningarfrestur er til kl. 16:00 laugardaginn 26. febrúar. Skráning er ekki tekin gild nema búið sé að greiða þátttökugjald fyrir lok skráningarfrests.
Laugardagur 26. febrúar
Riðlakeppni í einmenning karla og kvenna. Húsið opnar kl. 09:00. Fyrstu riðlar byrja að spila kl. 10:30. Best af 5 í riðlum. Riðlum gæti verið dreift yfir daginn ef þáttaka verður mikil. Staðfesta þarf skráningu hjá mótstjórn að lágmarki 45 mín fyrir upphaf riðlakeppni.
Sunnudagur 27. febrúar
Riðlakeppni og útsláttarkeppni í einmenning karla og kvenna. Húsið opnar kl. 09:00. Staðfesta þarf mætingu hjá mótstjórn að lágmarki 45 mín fyrir upphaf mótsins. Fyrstu leikir í riðlum byrja kl. 10:30. Best af 5 í riðlakeppni. Best af 7 í útslætti fram að undanúrslitum en þar er spilað best af 9. Úrslitaleikir eru best af 11.
Skráningu lýkur kl. 16:00 laugardaginn 26. febrúar. Skráning hér fyrir neðan:
ATH GREIÐA ÞARF SKRÁNINGARGJALD FYRIR KL. 16:00 laugardaginn 26. febrúar. HÆGT ER AÐ GREIÐA MEÐ MILLIFÆRSLU:
KT: 4703850819
RN: 0301-26-014567
Hægt er að skoða skráða keppendur með því að SMELLA HÉR
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…