Aðal

Íslandsmótið í Cricket 2024 – Úrslit

Íslandsmótið í Cricket var spilað nú um helgina í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2 og var mótið í beinni útsendingu á YouTube síðu Live Darts Iceland. Keppt var um Íslandsmeistaratitla í karla- og kvennaflokki og var spilaður tvímenningur í gær laugardag en einmenningur var spilaður í dag sunnudag. Í tvímenning kvenna voru það Árdís og Svana frá Pílufélagi Grindavíkur sem urðu Íslandsmeistarar eftir spennandi viðureign við Hörpu Dögg og Söru frá Pílukastfélagi Reykjavíkur sem fór alla leið í oddalegg.

Í tvímenningi karla voru það Árni Ágúst og Arngrímur Anton frá Pílufélagi Reykjanesbæjar sem urðu Íslandsmeistarar en þeir sigruðu þá Alexander Veigar frá Pílufélagi Grindavíkur og Harald Birgisson frá Pílufélagi Kópavogar 6-3 í úrslitaleiknum.

Í einmenningi kvenna varði Brynja Herborg frá Pílukastfélagi Reykjavíkur titilinn frá því í fyrra en hún sigraði Steinunni Dagnýu Ingvarsdóttur frá Pílufélagi Grindavíkur 6-2 í úrslitaleiknum.

Í einmenning karla var það Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs sem sigraði Árna Ágúst Daníelsson 6-2 í úrslitaleiknum.

ÍPS óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar kærlega öllum þeim sem tóku þátt á einn eða annan hátt. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir af öllum sigurvegurum helgarinnar.

Árni og Anton – 1. sæti tvímenning karla
Árdís og Svana – 1. sæti tvímenning kvenna
Haraldur og Alexander – 2. sæti tvímenning karla
Harpa og Sara – 2. sæti tvímenning kvenna
Vitor og Piotr – 3-4 sæti tvímenning karla
Guðjón og Þorgeir – 3-4 sæti tvímenning karla
Snædís, Hanna, Brynja og Aþena – 3-4 sæti tvímenning kvenna
Matthías og Brynja – Íslandsmeistarar í einmenning
Matthías Örn – 1. sæti einmenning karla
Brynja – 1. sæti einmenning kvenna
Steinunn Dagný – 2. sæti einmenning kvenna
Pétur og Kristján – 3-4 sæti einmenning karla
Árdís Sif – 3-4 sæti einmenning kvenna
Sandra – 3-4 sæti einmenning kvenna

ipsdart

Recent Posts

ÍPS auglýsir eftir þjálfara í unglingalandsliðin. (U18 – Drengir og stúlkur)

ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…

2 vikur ago

Úrvalsdeildin í pílukasti – Línur skýrast

Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…

3 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Úrslit

Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…

3 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…

4 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

4 vikur ago