Íslandsmótið í Cricket var spilað nú um helgina í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2 og var mótið í beinni útsendingu á YouTube síðu Live Darts Iceland. Keppt var um Íslandsmeistaratitla í karla- og kvennaflokki og var spilaður tvímenningur í gær laugardag en einmenningur var spilaður í dag sunnudag. Í tvímenning kvenna voru það Árdís og Svana frá Pílufélagi Grindavíkur sem urðu Íslandsmeistarar eftir spennandi viðureign við Hörpu Dögg og Söru frá Pílukastfélagi Reykjavíkur sem fór alla leið í oddalegg.
Í tvímenningi karla voru það Árni Ágúst og Arngrímur Anton frá Pílufélagi Reykjanesbæjar sem urðu Íslandsmeistarar en þeir sigruðu þá Alexander Veigar frá Pílufélagi Grindavíkur og Harald Birgisson frá Pílufélagi Kópavogar 6-3 í úrslitaleiknum.
Í einmenningi kvenna varði Brynja Herborg frá Pílukastfélagi Reykjavíkur titilinn frá því í fyrra en hún sigraði Steinunni Dagnýu Ingvarsdóttur frá Pílufélagi Grindavíkur 6-2 í úrslitaleiknum.
Í einmenning karla var það Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs sem sigraði Árna Ágúst Daníelsson 6-2 í úrslitaleiknum.
ÍPS óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar kærlega öllum þeim sem tóku þátt á einn eða annan hátt. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir af öllum sigurvegurum helgarinnar.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…