[:is]Íslandsmeistarar einmenningi - Alexander Veigar og Ingibjörg Magnúsdóttir[:]
Íslandsmótið í Cricket var spilað nú um helgina í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2 og var mótið í beinu streymi á YouTube. Keppt var í karla- og kvennaflokki og var spilaður tvímenningur í gær laugardag en einmenningur var spilaður í dag sunnudag.
Íslandsmeistarar í tvímenning kvenna voru þær Brynja Herborg og Barbara Nowak frá Pílukastfélagi Reykjavíkur en þær höfðu betur gegn Söndru Dögg og Steinunni Dagný frá Pílufélagi Grindavíkur
Leikurinn fór 6 – 3.
Íslandsmeistarar í tvímenningi karla voru það Árni Ágúst frá Pílufélagi Reykjanesbæjar og Halli Egils frá Pílukastfélagi Reykjavíkur en þeir höfðu betur gegn Alexander Veigari og Herði Þór frá Pílufélagi Grindavíkur
Leikurinn fór 6-4.
Íslandsmeistari í einmenning kvenna var Ingibjörg Magnúsdóttir úr Pílufélagi Hafnarfjarðar en hún sigraði Brynju Herborgu frá Pílukastfélagi Reykjavíkur.
Leikurinn fór 6-2.
Íslandmeistari í einmenning karla var Alexander Veigar frá Pílufélagi Grindavíkur en hann sigraði Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs.
Leikurinn fór 6-5.
ÍPS óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar kærlega öllum þeim sem tóku þátt á einn eða annan hátt. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir af öllum sigurvegurum helgarinnar.
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…