Stjórn ÍPS fundaði í kvöld 9. mars og ákvað breytt fyrirkomulag á Íslandsmótinu í Cricket. Þær breytingar sem verða eru:
-Tvímenningur karla og kvenna verður breytt í riðlakeppni + útslátt og spilast á föstudag og byrja fyrstu leikir í öllum riðlum kl. 17:00. Spilað verður best af 3 í riðlakeppni, 2 efstu liðin í hverjum riðli í karlaflokki komast áfram í 8 liða úrslit og 2 efstu liðin í kvennariðlinum spila til úrslita.
-Vegna gildandi fjöldatakmarkana og skráningu í mótið var ákveðið að einmenningur karla og kvenna skuli allur spilast á laugardeginum. Fyrstu leikir í öllum riðlum byrja kl. 12:00 og fylgir útsláttur á eftir riðlum. Mótslok verða áætluð um kl. 20:30. Ekki verður því keppt á sunnudeginum.
-Grímuskylda er á mótinu. Þó þurfa keppendur ekki að nota grímur í leikjum sínum en skrifurum og öðrum er skylt að nota grímu. Minnum alla á að huga að sínum persónulegu sóttvörnum.
Hér fyrir neðan má síðan sjá riðla í bæði tvímenning og einmenning:
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…