Fréttir

Íslandsmótið Í Cricket – Riðlar

Stjórn ÍPS fundaði í kvöld 9. mars og ákvað breytt fyrirkomulag á Íslandsmótinu í Cricket. Þær breytingar sem verða eru:

-Tvímenningur karla og kvenna verður breytt í riðlakeppni + útslátt og spilast á föstudag og byrja fyrstu leikir í öllum riðlum kl. 17:00. Spilað verður best af 3 í riðlakeppni, 2 efstu liðin í hverjum riðli í karlaflokki komast áfram í 8 liða úrslit og 2 efstu liðin í kvennariðlinum spila til úrslita.

-Vegna gildandi fjöldatakmarkana og skráningu í mótið var ákveðið að einmenningur karla og kvenna skuli allur spilast á laugardeginum. Fyrstu leikir í öllum riðlum byrja kl. 12:00 og fylgir útsláttur á eftir riðlum. Mótslok verða áætluð um kl. 20:30. Ekki verður því keppt á sunnudeginum.

-Grímuskylda er á mótinu. Þó þurfa keppendur ekki að nota grímur í leikjum sínum en skrifurum og öðrum er skylt að nota grímu. Minnum alla á að huga að sínum persónulegu sóttvörnum.

Hér fyrir neðan má síðan sjá riðla í bæði tvímenning og einmenning:

TVÍMENNINGUR KVENNA

TVÍMENNINGUR KARLA

EINMENNINGUR KVENNA

EINMENNINGUR KARLA

ipsdart

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

14 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago