Categories: FréttirÚrslit

Íslandsmótið í pílukasti 2022 – Úrslit

Það var endurtekið efni á Íslandsmótinu í pílukasti 2022 sem haldið var um helgina á Bullseye en þau Ingibjörg Magnúsdóttir úr Pílukastfélagi Hafnarfjarðar og Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur vörðu sína titla frá seinasta ári en úrslitaleikirnir voru sýndir í beinni útsendingu frá nýjustu streymisveitu Íslands, Uppkast.is.

Um 70 manns mættu til leiks að þessu sinni en riðlakeppni var spiluð á laugardeginum 14. maí og útsláttarkeppni á sunnudeginum 15. maí. Glæsileg tilþrif voru sýnd um helgina og voru glæsileg verðlaun veitt frá Macron, Punk veitingahúsi, Sporthúsinu og Fjarþjálfun.is.

Með titlinum um helgina hefur Ingibjörg orðið Íslandsmeistari í 5 skipti en Matthías var að sigra sinn þriðja Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum. Ingibjörg spilaði vel í riðlakeppni laugardagsins og tapaði ekki nema 2 leggjum í 6 leikjum. Á sunnudeginum sigraði hún Allen Castro frá Píludeild Þórs 5-0 í 16 manna úrslitum, Söndru Dögg Guðlaugsdóttur frá Pílufélagi Grindavíkur 5-0 í fjórðungsúrslitum og sigraði síðan stöllu sína Brynju Herborgu Jónsdóttur frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar í undanúrslitum 6-1.

Matthías spilaði best allra á laugardeginum en hann ásamt Ingibjörgu tapaði einungis 2 leggjum í riðlakeppni laugardagsins. Á sunnudeginum sigraði hann Guðmund Friðbjörnsson úr Pílufélagi Árborgar 4-1 í 32 manna úrslitum, Kristján Sigurðsson úr Pílukastfélagi Reykjavíkur 5-0 í 16 manna úrslitum, Ástþór Erni Hrafnsson úr Pílukastfélagi Hafnarfjarðar 5-3 í fjórðungsúrslitum og Karl Helga Jónsson úr Pílukastfélagi Reykjavíkur 6-2 í undanúrslitum.

Í úrslitaleik kvenna mætti Ingibjörg Svanhvíti Hammer frá Pílufélagi Grindavíkur. Svanhvít komst yfir 2-0 í úrslitaleiknum og síðan 3-1 en þá fór Ingibjörg í gang og vann að lokum þægilegan 7-3 sigur. Ingibjörg var með 49,5 í meðaltal í úrslitaleiknum og hitti hún 2x 180 um helgina og átti hæsta útskot 108.

Í úrslitaleik karla spilaði Matthías við kollega sinn úr Pílufélagi Grindavíkur Hörð Þór Guðjónsson. Matthías vann fyrsta legg í 21 pílu en Hörður jafnaði í 1-1 með 17 pílna leik. Þá setti Matthías í fluggír og vann næstu 6 leggi í 18,13,19,16,18 og 18 pílum og sigraði leikinn því 7-1. Matthías var með 85,6 í meðaltal í úrslitaleiknum, hitti 6x 180 yfir helgina og var með hæsta útskot 156.

ÍPS óskar sigurvegurum innilega til hamingju og þakkar öllum sem tóku þátt kærlega fyrir vel heppnaða helgi. Um næstu helgi fer fram Íslandsmót U18 sem haldið verður hjá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar og er skráning í fullum gangi á dart.is

Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir af verðlaunahöfum:

ipsdart

Recent Posts

Dartung 2 – Úrslit

Önnur umferðin í Dartung var haldið þann 3 maí í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. 40 börn…

1 dagur ago

Grand Prix 2025 – Opið fyrir skráningu

Búið er að opna fyrir skráningu á Grand Prix 2025 sem verður haldið 17. Maí…

2 dagar ago

Dartung 2 – 3. Maí 2025

Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…

1 vika ago

Iceland Open/Iceland Masters 2025

Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…

1 vika ago

Iceland Open/Masters bolir til sölu – Iceland Open/Masters shirts for sale

Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…

1 vika ago

Iceland Masters 2025 – Sunday 27th of april

The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…

2 vikur ago