Fréttir

Úrvalsdeildin í Pílukasti 2024

ÍPS kynnir með stolti Úrvalsdeildina í Pílukasti 2024 en 16 bestu pílukastarar landsins munu etja kappi í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport í haust. Valinu lauk með kynningu á þrem síðust wildcard sætunum sem eftir voru en þar á undan voru Björn Steinar, Árni Ágúst, Vitor Charrua og Gunni Hó búnir tryggja sér sæti í undakeppnum.

Þriggja manna nefnd skipuð af stjórnarmanni ÍPS, Magnús Gunnlaugssyni, Helga Pjetur pílukastara og Agli Birgissyni fulltrúa Stöð 2 stóðu fyrir valinu og völdu þá Lukasz Knapik, Arngrímur Anton “Toni” Ólafsson og Kára Vagn Birkisson. Hægt er að kynna sér nánar hvernig staðið var að valinu með því að skoða skjalið hér að neðan.

Í ár verða kvöldin sjö, öll laugardagskvöld frá 26.október til 7.desember. Opnunarkvöldið fer fram á Bullseye en síðan munu 3 næstu kvöld spilast á Sviðinu Selfossi, Hljómahöll Reykjanesbæ og í Sjallanum Akureyri. Kvöld 5 og 6 ásamt úrslitakvöldinu verða síðan spiluð á Bullseye.

Í ár verður ekki keppt í riðlum heldur verður keppendum skipt upp í 8 manna hópa sem raðað verður í eftir fjórum styrkleikaflokkum.

Hóparnir skiptast síðan á að spila og mun hver keppandi spila 2 kvöld. Eftir fjögur kvöld verður keppendum fækkað um helming og munu efstu 8 keppendurnir spila næstu tvö kvöld og vinna sér inn stig til þess að tryggja sig inn á úrslitakvöldið, en 4 stigahæstu keppendurnir komast þangað. Úrslitakvöldið verður svo haldið þann 7.desember á Bullseye með alvöru Ally Pally stemmingu rétt eins og í fyrra.

Nú hafa allar undankeppnir verið spilaðar og Wildcards verið tilkynnt og má sjá leikjaniðurröðun fyrstu 4 kvölda hér að neðan. Staðsetningar eru eftirfarandi:

26. október – Sviðið Selfossi
2. nóvember – Bullseye
9. nóvember – Hljómahöll Reykjanesbæ
16. nóvember – Sjallinn Akureyri

Magnús Gunnlaugsson

Recent Posts

ÍPS auglýsir eftir þjálfara í unglingalandsliðin. (U18 – Drengir og stúlkur)

ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…

2 vikur ago

Úrvalsdeildin í pílukasti – Línur skýrast

Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…

3 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Úrslit

Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…

3 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…

4 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

4 vikur ago