Fréttir

Karl Helgi kominn með farseðilinn í úrvalsdeildina

UK3 Hvammstangi fór fram laugardaginn 29. apríl hjá Pílufélagi Hvammstanga. 17 pílukastarar kepptu um eitt laus sæti í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem fer fram í haust á Bullseye og að sjálfsögðu í þráðbeinni útsendingu.

Það var enginn annar en Karl Helgi Jónsson (PFR) sem tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni í UK3, þriðju undankeppninni fyrir Úrvalsdeildina 2023 þetta vorið. Karl Helgi sigraði Guðmund Friðbjörnsson í æsispennandi oddaleik 5-4.

Guðmundur Friðbjörnsson (Til vinstri) varð að játa sig sigraðan gegn Karli Helga Jónssyni (Til hægri) í æsispennandi úrslitaviðureign í UK3 Hvammstanga.

Karl Helgi er 20. pílukastarinn til að tryggja sér sæti í Úrvalsdeildinni þetta árið. 12 síðustu sætin verða í boði í þremur undankeppnum, Íslandsmótum og ÍPS vali (Wildcard)

Næsta undankeppni fer fram á Bullseye Reykjavík þann 10. maí nk. Nánari upplýsingar og skráning í UK4 Bullseye má finna hér

Helgi Pjetur

Recent Posts

Dartung 2 – 3. Maí 2025

Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…

4 dagar ago

Iceland Open/Iceland Masters 2025

Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…

6 dagar ago

Iceland Open/Masters bolir til sölu – Iceland Open/Masters shirts for sale

Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…

1 vika ago

Iceland Masters 2025 – Sunday 27th of april

The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…

1 vika ago

Iceland Open 2025 – Saturday 26th of april

Finally the day has arrived and we are proud to present the schedule for the…

1 vika ago

Fatareglur í ÍPS mótum/Players attire in ÍPS tournaments

Í langan tíma hefur verið rökræður meðal keppenda um fatareglur á mótum og reglur óskýrar,…

2 vikur ago