Fréttir

Karl Helgi kominn með farseðilinn í úrvalsdeildina

UK3 Hvammstangi fór fram laugardaginn 29. apríl hjá Pílufélagi Hvammstanga. 17 pílukastarar kepptu um eitt laus sæti í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem fer fram í haust á Bullseye og að sjálfsögðu í þráðbeinni útsendingu.

Það var enginn annar en Karl Helgi Jónsson (PFR) sem tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni í UK3, þriðju undankeppninni fyrir Úrvalsdeildina 2023 þetta vorið. Karl Helgi sigraði Guðmund Friðbjörnsson í æsispennandi oddaleik 5-4.

Guðmundur Friðbjörnsson (Til vinstri) varð að játa sig sigraðan gegn Karli Helga Jónssyni (Til hægri) í æsispennandi úrslitaviðureign í UK3 Hvammstanga.

Karl Helgi er 20. pílukastarinn til að tryggja sér sæti í Úrvalsdeildinni þetta árið. 12 síðustu sætin verða í boði í þremur undankeppnum, Íslandsmótum og ÍPS vali (Wildcard)

Næsta undankeppni fer fram á Bullseye Reykjavík þann 10. maí nk. Nánari upplýsingar og skráning í UK4 Bullseye má finna hér

Helgi Pjetur

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

12 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago