UK3 Hvammstangi fór fram laugardaginn 29. apríl hjá Pílufélagi Hvammstanga. 17 pílukastarar kepptu um eitt laus sæti í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem fer fram í haust á Bullseye og að sjálfsögðu í þráðbeinni útsendingu.
Það var enginn annar en Karl Helgi Jónsson (PFR) sem tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni í UK3, þriðju undankeppninni fyrir Úrvalsdeildina 2023 þetta vorið. Karl Helgi sigraði Guðmund Friðbjörnsson í æsispennandi oddaleik 5-4.
Karl Helgi er 20. pílukastarinn til að tryggja sér sæti í Úrvalsdeildinni þetta árið. 12 síðustu sætin verða í boði í þremur undankeppnum, Íslandsmótum og ÍPS vali (Wildcard)
Næsta undankeppni fer fram á Bullseye Reykjavík þann 10. maí nk. Nánari upplýsingar og skráning í UK4 Bullseye má finna hér
Fyrsta píluþingi ÍPS lauk í gær um 16:00 en þetta var í fyrsta skipti sem…
ÍPS réði Harald Birgisson sem U18 landsliðsþjálfara í dag. Haraldur eða Halli Birgis. eins og…
Sæl kæru félagsmenn/konur og annað píluáhugafólk. Næstkomandi laugardag 8. mars verður haldið Píluþing ÍPS í…
Önnur og þriðja umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík, aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur og…
Um Íslandsmótið 2025 Íslandsmót 501 í pílukasti verður haldið á Bullseye laugardaginn 15. mars (einmenningur)…