Fréttir

Karl Helgi kominn með farseðilinn í úrvalsdeildina

UK3 Hvammstangi fór fram laugardaginn 29. apríl hjá Pílufélagi Hvammstanga. 17 pílukastarar kepptu um eitt laus sæti í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem fer fram í haust á Bullseye og að sjálfsögðu í þráðbeinni útsendingu.

Það var enginn annar en Karl Helgi Jónsson (PFR) sem tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni í UK3, þriðju undankeppninni fyrir Úrvalsdeildina 2023 þetta vorið. Karl Helgi sigraði Guðmund Friðbjörnsson í æsispennandi oddaleik 5-4.

Guðmundur Friðbjörnsson (Til vinstri) varð að játa sig sigraðan gegn Karli Helga Jónssyni (Til hægri) í æsispennandi úrslitaviðureign í UK3 Hvammstanga.

Karl Helgi er 20. pílukastarinn til að tryggja sér sæti í Úrvalsdeildinni þetta árið. 12 síðustu sætin verða í boði í þremur undankeppnum, Íslandsmótum og ÍPS vali (Wildcard)

Næsta undankeppni fer fram á Bullseye Reykjavík þann 10. maí nk. Nánari upplýsingar og skráning í UK4 Bullseye má finna hér

Helgi Pjetur

Recent Posts

Floridana – 1. Umferð – Úrslit Sunnudagsins

Sunnudagur 18. janúar 2026 Gulldeild kvenna RVK 1. Sæti - Steinunn Dagný Ingvarsdóttir2. Sæti -…

1 vika ago

Floridana – 1. Umferð – Úrslit Laugardagsins

Laugardagur 17. janúar 2026 Kristaldeild 1. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti…

2 vikur ago

Floridana 1. umferð 2026 – Útsending

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna mun útsending sunnudaginn 18. janúar á Bullseye ekki fara fram.Hægt verður að…

2 vikur ago

Floridana 1. umferð – Dagskrá

Búið er að raða í riðla fyrir 1. umferð Floridana sem verður haldin á Bullseye,…

2 vikur ago