Landslið Íslands á Norðurlandamóti 2018

Góðan dag,

Íslenska landsliðið heldur til Finnlands 9. – 14. maí til að keppa á Nordic Cup 2018, þar mun landsliðið keppa við Danmörk, Noreg, Svíþjóð og Finnland. Keppt er kynjaskipt í 501 bæði í einstaklingskeppni, tvímenningi og liðakeppni.

Eftirfarandi aðilar skipa landslið Íslands í Pílukasti á þessu móti:

Karlar:

Hallgrímur Egilsson

Vitor Charrua

Þorgeir Guðmundsson

Friðrik Diego

Einar Möller

Pétur Rúðrik Guðmundsson

Sigurður Aðalsteinsson

Ægir Björnsson

 

Konur

María Steinunn Jóhannesdóttir

Ingibjörg Magnúsdóttir

Petrea Kr Friðriksdóttir

Sigríður G Jónsdóttir

Landsliðsþjálfari karla Vignir Sigurðsson ákváð að nýta sér ákvæðið um wild card og skipti út Bjarna Sigurðssyni fyrir Ægi Björnsson:

“Landsliðsþjálfara er heimilt að velja einn aðila í landslið sem hefur ekki tekið þátt í stigamótum eða
úrtökumóti. En þjálfarinn verður að geta sýnt fram á með rökum afhverju sá aðili ætti að fá
landsliðssæti frekar en einhver annar sem hefur tekið þátt i stigamótum eða úrtökumoti.”

Ægir Örn Björnsson er einn af sigursælustu og bestu pílukastspilurum landsins. Hann er margfaldur Íslands- og Reykjavíkurmeistari og hefur alls orðið 20 sinnum Íslandsmeistari í öllum greinum, þar af þrisvar sinnum Íslandsmeistari í einmenningi 501. Ægir hefur búið í Englandi sl 5 ár og keppir þar í pílukasti með liði sínu Sussex Darts.  Hann hefur mikla reynslu sem landsliðsmaður og hefur tekið þátt í EM, HM og NM fyrir hönd Íslands margoft. NM í Finnlandi 2018 verður hans 10. Norðurlandamót í röð, allt frá árinu 2000.

Við óskum þessum einstaklingum til hamingju, og velfarnaðar á þessu mikilvæga móti.