Categories: Fréttir

Landslið Íslands fyrir EM valið

Kristján Sigurðsson og Ingibjörg Magnúsdóttir hafa valið landslið Íslands í karla- og kvennaflokki sem tekur þátt á WDF Europe Cup á Spáni í lok næsta mánaðar.

Landslið karla á EM 2022:
Hörður Guðjónsson(PG)
Karl Helgi Jónsson (PFR)
Pétur Rúðrik Guðmundsson (PG)
Vitor Charrua (PFH)

Í samtalið við ÍPS sagði Kristján að það hefði verið gríðarlega erfitt að skera hópinn niður í 4 einstaklinga, það gerðu allir sem í úrtakshópnum voru sterkt tilkall til þess að vera í lokahópnum. Hann er afar þakklátur fyrir þá góðu samstöðu sem hefur verið í hópnum og hann hlakkar til mótsins og vonast eftir góðu gengi.

Landslið kvenna á EM 2022:
Árdís Guðjónsdóttir (PG)
Kristín Einarsdóttir (PR)
Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH)
Svana Hammer (PG)

Ingibjörg sagði við blaðamann ÍPS eftir valið: ,,Ég er rosalega stolt og ánægð með úrtakshóp kvenna, þær hafa lagt sig allar fram á að mæta á æfingar og í keppnir.
Við erum á byrjunar reit á Íslandi hvað varðar kvenna píluna, við eigum margt eftir ólært og það er erviðara fyrir okkur að sækja reynslu við að keppa á miða við aðrar þjóðir.
Það er komin mikil metnaður í að æfa og læra, og við erum komin með þann lúxús vanda að þær eru margar sem valið stóð á milli.
Keppt er í liðakeppni, tvímenning og einmenning á Evrópumótinu.
Það er margt sem þarf að huga að þegar valið er í landslið að mínu mati
Ég hugsa meðal annars valið út frá getu og vinn valið út frá ákveðri heild, heild sem að ég tel geta unnið vel saman fjórar sem lið, síðan para ég tvær og tvær fyrir tvímenning. Út frá því fáum við fjórar hörku konur sem munu fara á EM 2022

Þær fjórar sem valdar eru munu mæta á fleiri æfingar, úrtakshópurinn mun halda sínu striki og hittast að lámarki tvisvar í mánuði.
Það er mín stefna að haldið verði vel utan um kvenna píluna, svo að við séum ekki að lenda í því eins og núna fyrir EM að byrja æfingar korter í mót.”

ÍPS óskar hópnum góðs gengis á mótinu og mun auglýsa nánar hvar hægt verður að fylgjast með mótinu.

ÁFRAM ÍSLAND.

ipsdart

Recent Posts

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…

16 klukkustundir ago

Íslandsmót 501 tvímenningur – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í 501 en í…

2 dagar ago

Floridana deildin – 5. umferð – Úrslit

5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…

2 vikur ago

Floridana deildin – 5. umferð – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…

2 vikur ago