Landsliðsþjálfari Íslands í pílukasti, Kristján Sigurðsson, hefur ákveðið að segja uppi samningi sínum við ÍPS sem þjálfari karla- og kvennaliðs Íslands. Kristján þjálfaði liðin á 3 síðustu mótum WDF, nú síðast í Danmörku þar sem keppt var á Heimsbikarmóti WDF.
Í samtali við fréttaritara ÍPS sagðist Kristján ganga mjög sáttur frá borði. Pílukast á Íslandi hefur tekið stórt stökk fram á við á síðustu árum bæði í fjölda iðkenda og í gæðum. Nú sé hins vegar kominn tími á að taka næstu skref í þróun afreks pílukastara með nýju fólki í stafni landsliðsins.
Stjórn ÍPS vill þakka Kristjáni kærlega fyrir vel unnin störf en sambandið leitar nú að nýjum þjálfara fyrir þau verkefni sem framundan eru og er áhugasömum aðilum bent á að senda sambandinu tölvupóst á dart@dart.is með umsókn um starfið fyrir 15. október. Næsta landsliðsverkefni er Norðurlandamót WDF sem haldið verður á Íslandi í lok maí á næsta ári og einnig Evrópumót WDF sem haldið verður í Slóvakíu í lok september.
Kæru pílukastarar og áhugafólk um íþróttina Búið er að velja landsliðs Íslands sem mun taka…
Íslandsmeistaramótið í 501 var haldið helgina 15-16. mars. Laugardaginn 15. mars var keppt um Íslandsmeistaratitil…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í pílukasti. Laugardagur -…
Búið er að draga í riðla í Íslandsmótinu í Pílukasti 2025. Hægt er að sjá…
Fyrsta píluþingi ÍPS lauk í gær um 16:00 en þetta var í fyrsta skipti sem…