Landsliðsþjálfari Íslands í pílukasti, Kristján Sigurðsson, hefur ákveðið að segja uppi samningi sínum við ÍPS sem þjálfari karla- og kvennaliðs Íslands. Kristján þjálfaði liðin á 3 síðustu mótum WDF, nú síðast í Danmörku þar sem keppt var á Heimsbikarmóti WDF.
Í samtali við fréttaritara ÍPS sagðist Kristján ganga mjög sáttur frá borði. Pílukast á Íslandi hefur tekið stórt stökk fram á við á síðustu árum bæði í fjölda iðkenda og í gæðum. Nú sé hins vegar kominn tími á að taka næstu skref í þróun afreks pílukastara með nýju fólki í stafni landsliðsins.
Stjórn ÍPS vill þakka Kristjáni kærlega fyrir vel unnin störf en sambandið leitar nú að nýjum þjálfara fyrir þau verkefni sem framundan eru og er áhugasömum aðilum bent á að senda sambandinu tölvupóst á dart@dart.is með umsókn um starfið fyrir 15. október. Næsta landsliðsverkefni er Norðurlandamót WDF sem haldið verður á Íslandi í lok maí á næsta ári og einnig Evrópumót WDF sem haldið verður í Slóvakíu í lok september.
Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…